Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1906, Side 9

Freyr - 01.01.1906, Side 9
FREYR. 5 mikið tillit til vilja fjárveitingarvaldsins sem það frekast sér sér fært. Ég þykist þá hafa sýnt fram á, að íjár- veitingarvaldið eigi auðvelt með að kynna sér stjórn og framkvæmdir Búnaðarfélagsins, og að það geti, þótt óbeinlínis sé, haft svo mikið hönd í bagga með framkvæmdum þess, sem nokkur skynsemi er i að heimta. Frá þeirri hlið er því sannarlega engin ástæða til -að kvarta. Búnaðarfélagið og bændastéttin, sem á að njóta starfs félagsins, hefir þar á móti góðar astæður til að kvarta. Einmitt það að félagið þarf að fá megnið af starfsfé sínu úr landssjóði, sem veitt er á fjárlögum, gjörir framtíð þess alt of óvissa. — JÞað er óhjákvæmilegt fyrir félagið að binda rnikið af starfsfé sínu fyrirfram, beinlínis og óbeinlínis. Kæmi svo sjórn og þingflokkur til valda, sem væri óvinveitt bunaðinum, eða íjárveitingar- valdið kæmist í fjárkröggur, gæti þetta orðið mjög skaðlegt fyrir féJagið, og þau mörgu framfarafyrirtæki, er það hefir til meðferðar. Að því hlýtur því að reka áður langt líður, að aðalfjárveitingarnar til landbúnaðarins verði veittar með sérsökum lögum, eins og venja er í öðrum löndum. Við þá aðalfjárveitingu má svo bæta á fjárlögum eftir því sem ástæða þykir til, og fjárhagur leyfir. Ég er algjörlega samdóma búnaðarþing- inu um, að eins og nú stendur sé heppileg- ast að sýslunefndir kjósi þá 8 fulltrúa, er amts- ráðin hafa kosið, og má haga þeirri kosningu á sama hátt og kostningu amtsráðsmanna eftir sveitarstjórnarlögunum frá 1872. Komistfjórð- ugsbúnaðarfélög á á öllu landinu, mundi þó heppilegra að aðalfundir þeirra kysu fulltrúana. Til þess að útiloka allan misskilning, vil ég að lokum taka það fram, að því fer fjarri að ég væni ráðherra eða þá sem honum fylgdu um eigingjarnar hvatir í þessu máli. En það breytir ekkert alstöðu minni til máls- ins, og þar sem því er enn eigi ráðið til lykta, liefi ég álitið rétt að skýra það fyrir bænd- um og öðrum, sem láta sig framtíð Landsbún- aðarfélagsins nokkru skifta. Guðjón Guðmundsson. Jarðyrkjuverkfæri III. Valtarar Akurvaltarar (Tromler) eru mjög sjaldgæf- ir hér á landi, en eru þó ágætisverkfæri og ómissandi þar sem jarðyrkja er stunduð að nokkrum mun. JÞeir jafna og festa jarð- veginn. í>eir eru notaðir þegar búið er að sá korntegundum og herfa yfir þær. An valt- ara yrði sáðlandið illsláandi fyrir hnausum og steinum. Við grasfræssáningu eru valtarar einnig nauðsynlegir; þeir eru þá oft notaðir bæði á undan og eftir að sáð er. I lausri og ósléttri mold getur grasfræið fallið of djúpt. Valtarinn kemur í veg fyrir það ef hann er dreginn yfir á undan sáningunni. Grasrót, sem myndast af sáningu, hættir við að losna í þýðum á vorin, meðan sáðlandið er ungt; þá er áríðandi að festa rótina með því að draga valtara yfir. I þurrum jarðvegi og í þurviðratíð er fræ seint til að spíra. Hafi landið verið valtað bætir það nokkuð úr. Við það, að yfírborð jarðvegarins þéttist, kemur hárpípukraftur hans betur að notum, jarðrakinn stígur upp í yfir- borðið. Algengast er að hafa þá valtara úr tré, sem notaðir eru til jarðyrkju. Þeir eru að vísu til úr járni, en sjaldgæfari. Séu þeir hafðir úr steini eru þeir full erfiðir. Yfirborð timburvaltara er ætíð slétt, en á járnvölturum er það ýmist slétt eða óslétt. Eigi yfirborðið að vera óslétt, eru þeir sam- settir af járnhringum (Ringtromle, Cambridge- tromle); láta þeir þá eftir sig örþunt laust moldarlag á yfirborði jarðvegsins. Það varn- ar jarðrakanum, sem stígur upp að yfirborð- inu, frá að gufa burtu. Þessir valtarar þykja líka betri að því leyti, að þeir mylja fremur grashnausa en sléttir valtarar. Járnvaltarar eru oft tvöfaldir og stundum þrefaldir. Velirnir eru þá 2 eða 3. Séuþeir tveir er hver á eftir öðrum, en séu þeir þrír er einn fremstur og tveir samhliða á eftir. Verð á járnvölturum til akuryrkju er frá 55 kr. og alt upp í 300 kr. — Þá einföldu og léttustu getur einn hestur dregið, hinir eru fyrir tvo hesta. Timbur-valtarar eru venjulega

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.