Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 6
2 FREYR önnur tímarit hér á landi, þar sem vér borg- um Kr. 1,50 fyrir dálkinn eða 24 kr. fyrir örkina. Vér biðjum lesendur „Freys“ að minn- ast þessa og láta þess get.ið við sína nágranna. Margir geta skrifað „Freya eitthvað nýtilegt, bún- aðarfréttir eða annað og þá er það ekki ónýtt að geta unnið sér inn peninga á þann hátt, eða feng- ið heilan árgang af blaðinu fyrir að skrifa í það 1—2 dálka. — Markaður fyrir búsafurðir bænda fer stöðugt batnandi. Nú býður „Freyru þeim markað fyrir andlegar afurðir sínar. Kosning búnaðarþingsfulltrúanna, Af því svo fáir meðal bænda og búalýðs lesa alþingistíðindin, álítur Freyr rétt að minn- ast á umræður þær, sem urðu á seinasta þingi, við aðra umræðu fjárlaganna í neðri deild, um kosningu fulltrúa búnaðarþingsins. Búnaðarþingið er skipað 12 fulltrúum. Þar af kýs bvert amtsráð um sig 2 og aðalfundur félagsins 4. Kosningin gildir til 4 ára í senn. Búnaðarþingið er þungamiðja Landsbúnað- arfélagsins. Það kemur saman annað bvort ár — sama ár og reglulegt alþingi. Búnaðar- þingið kýs stjórn félagsins, er befir á bendi framkvæmdir þess millum búnaðarþinga. Það ræður starfsmenn félagsins í samráði við stjórn- ina, ákveður hvernig verja skuli fé því sem félagið hefir til umráða, og befir eftirJit og yf- irumsjón með öllum framkvæmdum f'élagsins. Af því sem þegar er sagt, er auðsætt, að þýðing Búnaðarfélags Islands fyrir nútíð og framtíð landbúnaðar vors stendur og fellur með búnaðarþinginu, svo lengi sem lögum fé- lagsins er ekki gjörbreytt. Störf búnaðarþingsins eru að sjálfsögðu komin undir því bverjir fulltrúar þess eru, en það byggist aftur á því bvað hyggilega og heppilega kosningunum til búnaðarþingsins er fyrir komið. Um þetta bljóta allir að vera samdóma, sem hugsa með alvöru nm málið. Kröfur þær sem sérstaklega ber að gjöra til fulltrúa búnaðarþingsins eru: 1. Að þeir séu samviskusamir, ötulir, en þó gætnir framfaramenn, bafi sem viðtækasta. þekkingu á öllum búskaparbáttum og öðr- um atvinnuvegum, sem standa í sambandi- við landbúnaðinn. Að þeir séu úr sem flestum aðalhéruðum landsins, til þess að tryggja búnaðarþing- inu sem víðtækasta staðþekkingu og til þess að áhugamál bvers béraðs eða lands- hluta, séu á hverjum tíma tekin til greina á þann bátt, sem heppilegast er fyrir landið i heild sinni. Það, sem komið hefir þessu máli á dag- skrá er, að ákveðið hefirverið að leggja amts- ráðin niður. Þá 8 fulltrúa, er þau bafa kosið verður því að kjósa á annan hátt, en til þess þarf breyting á 5. gr. í lögum félagsins. Og þar sem bér er að ræða um breyting á bún- aðarþinginu, verður sú breyting að samþykkj- ast af minnst 2/s atkvæða búnaðarþingsins og aðalfundi og amtsráðum, til þess að öðlast laga- gildi (sbr. niðurlag 17 gr.) Á búnaðarþinginu 1903 kom til orða breyt- ing á kosningum fulltrúanna, en engiu ákvörð- un tekin. Stjórn BúnaðarféJagsins leitaði svo álits seinustu amtráðsfunda um þetta efni. Suður- og Norðuramtsráðin lögðu til að sýslu- nefndir kysu fulltrúana, en Vesturamtsráðið að þeir yrðu skipaðir af alþingi og landsstjórn. Amtsráð Austuramtsins fékk ekki tækifæri til að svara. IVIálinu var ekki breyft á aðalfundi. Á seinasta búnaðarþingi, sem haldið var rétt fyrir alþingi, var málið tekið til rækilegr- ar yfirvegunar og samþykt í einu liljóði yfir- lýsing um, að svo framarlega sem amtsráðin legðust niður, skyldu fulltrúarnir kosnir af sýslunefndum, að mintsa kosti þangað. til að stofnuð yrðu fjórðungsbúnaðarfélög. „Þangað til nýjar kosningar, samkvæmt þessari tillögu,. geta farið fram, sitja þeir búnaðarþingsfulltrú- ar á þingi, sem amtsráðin bafa kosið.“ Menn skyldu nú ætla að málið væri út- rætt að sinni, en svo reyndist eigi. Ráðberr- bann bafði sett þá athugasmd inn í fjárlaga- frumvarp það, er bann lagði fyrir alþingi, að landssjóðsstyrkurinn tií Búnaðarfélagsins skyldi bundinn því skiJyrði, að bvor deild alþingis kysi 4 búnaðarþingsfulltrúa. Þessa atbugasemd íeldi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.