Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 11

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 11
FREYR. 7 ■en fræið. Þessvegna setja þær sjaldau meir eu tvær raðir í senn og samt þurfa tvo hesta til að draga þær. Sé útsæðið misjafnlega stórt er fullhæpið að þær setji reglulega. Fullkomn- ar vélar, sem gera alt að niðursetningunni kosta .300 kr. Þar sem kartöflurækt er mikið stunduð [á ííorðurlöndum, er algengast að setja kartöfl- urnar niður eftir plóg, í aðra eða þriðja hvora rák. Þesskonar niðursetning verður samt al- drei eins jöfn og með maskínum eða spaða. Bezt gjörist niðursetningin með spaðanum; en eigi að rækta kartöflur á stórum ekrum er ákjósanlegt að geta haft önnur fullkomnari "verkfæri eða vélar til flýtis. Það eru til þau til rófna- og kartöflu-ræktar. Þeir eiga að skera sundur rætur illgresisins og losa mold- ina; sumir eru svo útbúnir að hreykja má með þeirn upp að kartöflum. Þessi hestverkíæri taka venjulega yfir tvær eða fleiri raðir í einu; þó eru sum einraða ætluð hestum (9. mynd). A einraða hreinsurum er venjulega eitt hjól, en á fleirraða (10. mynd) 2—4 hjól. Hreinsijárnin eru þannig sett, að þau skeri á milli rófna eða kartaflnaraðanna, en láti þær óhreyfðar; það þarf þessvegna að hafa gát og góða stjórn á verkfærunum. Eigi að nota fleirraða hreinsara, þarf að ! vera sáð í raðir með nákvæmlega jafnlöngu millibili og það verður að eins gjört með fleir- 8. mynd. liestverkfæri, sem gjöra að eins rákina og merkja holur fyrir kartöflurnar. Þegar svo búið er að setja þær niður með hendinni, er komið á eftir með annað verkfæri, sem sóp- ar yfir og myndar lítinn hrygg upp af röð- inni. V. Raðhreinsarar. Notuð eru ýms verkfæri til að hreinsa á milli plantna með, þar sem sáð er í raðir. Sum eru dregin af hestum, önnur með handafli. I þetta sinn verður að eins talað um þau fyr- nefndu. Fyrir stuttleika sakir kalla eg þessi verk- færi raðhreinsara. Þeir eru aðallega ætlaðir raða sáðvélum. Það má ekki ætla raðhreins- urum fleiri raðir en sáðvélinni. Raðhreinsárar fyrir 4 raðir eru algengir, og varla eru þeir til breiðari en svo að þeir taki 6 raðir af túrnips eða gulrófum. Stærð sáðvélarinnar og raðhreinsarans þarf að vera valin með hliðsjón hvort til annars. Annaðhvort eiga bæði verkfærin að taka jafn- mi'kinn raðafjölda eða, að öðrum kosti, að sáð- vélin taki helmingi eða þrisvar sinnum fleiri raðir en hreinsarinn. Sé raðhreinsarinn fyrir 4 raðir verður sáðvélin að vera 4, 8 eða 12 raða. Með því móti standast enda-millibil sáð- vélar og raðhreinsara á, og þykir það gott,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.