Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 15
FREYR.
11
ið norðanlands hafa verið að jafnaði 90 til 100
aura. Hér sunnanlands, voru gefnir 70 til 80
aurar fyrir pundið. — Markaðsverð á hestum
var einnig með hetra móti. I Húnavatnssýslu
og Skagafirði var gefið fyrir 3 vetur trippi og
unga hesta 65—80 kr. — Verð á reiðhestum og
brúkunarhestum innanlands var með hærra
móti. Góðir reiðhestar seldir á 200—300 kr.
í Reykjavík. Verð á áburðarhestum 80—90 kr.
Kýr voru seldar og keyptar manna á milli og
á uppboðum fyrir 100—140 kr. — Verð á
sláturfé svipað og í fyrra, og eigi lakara; gser-
ur í hærra verði.
Verð á útlendur vörum hefir þar á móti
verið nokkuð hærra en í fyrra, einkum á kaffi
og svkri.
BjómaVúunum hefir fjölgað þettað ár um
10. Eru þau alls nú í árslokin 34, þar af 12
í Arnessýslu, 5 í Rangárvallasýslu og 3 í
Borgaríjarðarsýslu. Frá þessum búum hefir
verið flutt út af smjöri síðast liðið sumar, eft-
ir því er næst verður komist, 170—175 þús.
pund.
Nautgripafelögunum hefir fjölgað þetta ár.
Eru þau nú 18 alls með töluvert yfir 2000 kýr.
Af þessum félögum hafa 6 eftirlitsmenn í vet- [
ur, er fara á miili félagsmanna, vikta fóður og
mjólk- og leiðbeina með eitt og annað.
Jarðabœtur hafa verið svipaðar og und-
anfarin ár. Búnaðarfélögunum fjölgar þó held-
ur. Plægingar eru að aukast, og þeim fjölgar
smátt og smátt, er læra að plægja og leggja
stund á það. Tilraunum með tilbúinn áburð
var haldið áfram þetta ár, bæði frá Búuaðar-
félagi Islands og Ræktunarfélagi Norðurlands.
Tilrauuastöðvar með grasfræsáningu er og
verið að setja á fót bæði hér sunnanlands og
fýrir norðan.
A alþingi í sumar sem leið, voru samþykt
8 lög er snerta landbúnað, og hefir þeirraver-
ið getið hér í blaðinu (2. árg. bls. 78.) Auk
þessara laga, er sum má telja all-þýðingar-
mikil, svo sem lög um bændaskóla og vátrygg-
ing sveitabæja, hefir alþingi veitt til eflingar
landbúnaðinum á næsta fjárhagstímabili 221000
kr. bæði árin, auk þess sem veitt er til út-
rýmingar fjárkláðans, en það eru 20 þús. kr.
fyrra árið og 10 þús kr. seinna árið; og til
dýralæknis og dýralæknisnema. P>á hefir það
og veitt fé til að koma á fót efnarannsóknar-
stofu 5500 kr. og til að reka hana 2900 kr.
fyrra árið en 3100 kr. síðara árið.
Bækur er snerta landbúnað hafa eigi ver-
ið gefnar út á þessu ári aðrar en Búnaðarrit-
ið, skýslur búnaðarskólanna, Arsskýrsla Rækt-
unarfélagsins og nokkrar Markaskrár. Svo
heldur búnaðarblaðið „Freyr“ áfram, er ávinn-
ur sér einlægt rneira og meira fylgi, — og
blaðið „Plógur“.
Þegar nú á alt er litið verður eigi annað
sagt, en að árið hafi verið öndvegis ár, og líð-
an fólks hin bezta hér á landi.
S. S.
Tílbúinn áburður.
Tilbúinn áburður hefir líka verið nefndur
söluáburður. Að vísu gengur húsdýra-áburður-
inn kaupum og sölum í kauptúnum en er þó
ekki nefndur því nafni. Það mun vera orðið
tamast að nefna sóluáburðinn tilbúinn áburð og
þess vegna held eg því hér; en samt er það
nafn ekki síður villandi en hitt, þvísumarteg-
undir hans ganga kaupum og sölum eins og
þær koma fyrir í náttúrunni, svo sem sumt
„gúanó“, en aðrar þarfnast all-mikillar vinnu,
áður en þær eru seljanlegar.
Áburð köllum vér alt það, sem borið er á
jörðuna og hefir í sér fólgið eitt eða fleiri af
þeim efnum, sem jurtirnar þarfnast sér til við-
urhalds. Sumir kalla og áburð þau efDÍ, sem á
eru borin og að eins styðja að því, að breyta
ýmsum jarðefnum í jurtafæðu, þó hin ábornu
efni sjálf séu ekki jurtafæða. Til þessa flokks
heyrir kalkið.
Tilbúnum áburði má skifta í tvo aðal-flokka:
einhæfar og fleirhæfar áburðartegundir. Hverj-
um þessum aðal-flokki má aftur skifta í jafn-
marga undirflokka og efni þau eru, sem þörf
er á að veita ræktuðum jurtum, en þau eru
þrjú: köfnunarefni, fosfórsýra og kalí.
I. Einhæfar áburðartegundir.
Þær eru kílisaltpétur, fosföt cg kalísölt.
Það er sjaldnast siður að bera á að eins eina