Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 17
FREYR. 13 að fresta því til morguns, sem gjört verður í dag. að eiga fieiri hesta en kýr. að geyma ákurðiun úti undir beru lofti. að vanrækja að gefa kúm rófur með heyinu. að láta hús og muni eyðileggjast af vanhirðu. að drekka hrennivín eða áfenga drykki. að hafa ónýt og ótrú hjú. að búa með ónýtri og eyðslusamri konu. að vanrækja barnauppeldið. að gleyma smámunum. S. S. Mjóikurbú á Hálogaiandi. I fomöld var það nefnt .Hálogaland í Noregi, sem nú tekur yfir- Norðurlandsamt og mikinn hluta Tromsöamts. Þessi hluti Noregs liggur á 64-—70° norðl. br. — Þar er stundaður bæði sjávarútvegur og landbúnaður. Eraman af, langt fram á seinni hluta liðinnar aldar, kvað fremur litið að jarðræktinni þar, og meðferð á fénaði var sorglega ábótavant. En síðan búnaðarskólinn var stofnaður í Bodö 1893, hefir áhugi á laudbúnaði aukist, og fram- kvæmdir í jarðyrkju og öðru viðvíkjandi bú- skap eru stórum meiri en áður var. Arir 1891 var stofnað þar fyrsta mjólkur- búið, en síðan hefir búunum fjölgað sem hér segir Ár. Tala búanua. Tekið á . móti nýmjólk í pt. 1895 10 999,000 1898 19 4,450,000 1900 60 7,250,000 1902 66 8,000,000 Síðastliðið ár eru búin talin að vera 70 alls, og að hafa tekið á móti 10 millj. pottum af nýmjólk. — Eyrir nýmjólkur pottinn hafa menn fengið 5—8 aura eftir því, Sem smjörið hefir selst. Flest búin starfa aðeins nokkurn hluta af áriuu; byrja mörg í marz og hætta 1 október. Þetta, að búin starfa ekki alt árið stafar. af því tvennu, að flestar kýrnar eru vorbærar eða bera seint að vetrinum, og svo því, hve erfitt er að flytja að búunum um há-veturinn. Annars er meðferðin á kúnum ekki góð, og ástæðan til þess, að þær eru hafðar vorbær- ar er einmitt sú að spara með því fóður kúnna. Geldstöðutími þeirra er laugur, og yfir þann tíma eru þær víða fóðraðar sultarfóðri. • Af þessu leiðir, að kýrnar mjólka ekki vel. Meðal-kýr- nyt er talin að vera 1100—1200 potta um árið. Beztu kýr mjólka 1800—2000 potta, en mjög fáar þar yiir. : Mjólkurbúin eru flést lítil og mörg þeirra rekin með handafli. A þeim búum eru skil- vindur, sem suúið er með hendinni, og strokkað með handafli. Sum búin nota vatn sem hreyfi- afl, og einstaka hafa gufuvél. Stærð búanna að meðaltali sést á eftirfylgjandi töflu: Ár. Nýmjólkurpottur á Smjör framleitt á hvert bú hverju búi 1895 99,900 8,325 pd. 1900 ±20,833 10,069 — 1902 121,212 10,101 — 1904 142,857 11,905 —. Sum búin eru auðvitað miklu stærri en hér er-sýnt, en mörg aftur mikið minni, enda miuni en okkar bú flest. — Eu þrátt fyrir þetta, hvað búin eru lit.ij, er þó talið að þau hafi- gjört mikið gagn. Þau hafa stutt að auk- inní jarðrækt,, samfára betri hirðing á áburði, betri hirðing á' kúnum og s. frv. Kúnum hef- ir einnig fjölgað, og sumir éru byrjaðir á að gefa þeim fóðurbæti, olíukökur, hvalkjötsmjöl, sildarmjöl og fieira. ’ Aí þessum 70 búum, sem nú eru á Há- logalandi, eru að eins 4 í Tromsöamti en hin Öll í Norðurlandsamti. 011 eru búin mjólkurbú. — Eu auk þess eru þar nokkur smjörfélög. JÞeim er þannig háttað, að hver og einn skilur mjólkina ‘ heima og strökkar 1-—2 f viku, 'og allir sömu daga. Þegar búið er að taka' af strokkiium er smjörið flutt, lítið meira en hálf hnoðað á ákveðinn stað í sveitinni, og þang- að koma allir með sitt smjör, sem eru í fé- laginu. Þar er smjörið svo linoðað um, saltað og drepið niður í ílát, og selt sem mjólkur- búa smjör. Þegar eg vai- í Noregi 1898— 1899, heimsótti ég tvö slík smjörfélög norður á Hálogalaridi og sá hvernig smjörið var verkað. Smjörvérkunin fer frain í lítilfjörlegum skála,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.