Freyr - 01.01.1906, Qupperneq 7
FREYR.
3
íjárlaganefnd neðri deildar burtu, og frarasögu-
maður (Pétur Jónsson) benti rét-tilega á, að ef
hún væri látin standa, þýddi það sama sem
að neita félaginu um allan styrk, þar sem ekki
væri hægt að breyta lögum félagsins, þótt
menn vildu, fyr en á næsta búnaðarþingi. I
svari sínu segir ráðherrann að það sé „eðli-
legast og réttast“ að þingið kjósi fulltrúa þá
sem amtsráðin nú kjósi, og færir það sem á-
stæðu, að Búnaðarfélagið ráði yfir svo mikl-
nm fjárframlögum, að nauðsynlegt sé að þing
eða sjórn hafi hönd í bagga með því. Hann
kvaðst hafa ráðfært sig um málið við marga
merka menn, og þeir hefðu verið á þeirri skoð-
un, að fyrirkomulag það, sem farið væri fram
á í fjárlagafrumvarpinu, væri „rétt og heppi-
legt.“ Hvað margir þessir menn hafa verið
sem ráðherra hefir ráðfært sig við, eða hversu
viljugir þeir hafa gengið inn á tillögu hans,
skal ég láta ósagt, en síðar mun ég taka
til athugunar hversu „rétt og heppileg“ hún
mundi reynast í framkvæmdinni.
Með ráðherra töluðu i þessu máli Hannes
Þorsteinsson og Hermann Jónasson. H. 1Þ.
þótti Búnaðarfélagið „frekt til fjársins,“ og er
það skiljanlegt. um kaupstaðarborgara, sem
yfir höfuð virðist vera andvígur fjárveitingum
úr landssjóði til eflingar landbúnaðarins. Hitt
er meinloka, þar sem hann er að tala um að
„það væri að sleppa beizlinu um of fram af
félaginu“, ef þingið kysi eigi 8 af fulltrúum
búnaðarþingsins, því að fram úr þeim grip
verður ekki beizli tekið, sem aldrei var beizl-
aður. H. J. áleit „nauðsynlegt“ að þingið kysi
fulltrúa búnaðarþingsins, þar sem svo mikið af
fé því, er félagið hefði til umráða, væri úr
landssjóði.
A móti tillögu ráðherra töluðu, auk Péturs
Jónssonar, Stefán kennari Stefánsson og Skúll
Toroddsen. Þeir sýndu fram á, að með því fyr-
irkomulagi, sem nú er, gæti þingið haft eftir
vild hönd í bagga með framkvæmdum Búnað-
arfélagsins. Hað legði fyrir hvert alþingi
sundurliðaða fjárhagsáætlun, er þinginu væri
innanhandar að mótmæla ef því þætti ástæða
til. Hinsvegar væri mjög áríðandi um félag,
sem ætti að starfa að verklegum framkvæmd-
um í landinu, að pclitík væri eigi hleypt þar
að, en fyrir slíkt yrði ekki girt ef þingið kysi
meiri hlufa búnaðarþingsfulltrúanna.
Auk þeirra, er nefndir hafa verið, talaði
lektor Þórh. Bjarnarson í málinu. Hann hall-
aðist að sömu skoðun og þeir, sem töluðu á
móti ráðherra, en áleit hinsvegar, að eigi sak-
aði þótt fulltrúarnir væru , í bili“ kosnir af
alþingi.
Tillaga fjárlaganefndar um, að fella burtu
úr fjárlagafrumvarpinu umrædda athugasemd,
var síðan samþykt með all-miklum meiri hluta
atkvæða.
Það fyrsta, sem athugavert er við þessar
umræður á þinginu, er, að því yfir höfuð skyldi
vera haldið fram — og það með kappi — að
þingið kysi 2/3 búnaðarþingsfulltrúanna, eftir að
tvöamtsráð af þremur ognýafstaðið búnaðarþing
varbúið að lýsa yfir í einu hljóði, að það væri
algjörlega mótfallið slikri breytingu. Þetta verð-
ur þó enu ískyggilegra þegar þess er gætt, að
frá öllum hliðum er viðurkent að Búnaðarfé-
lagið hafi unnið bæði mikið og vel þau fáu ár
síðan það tók til starfa, og þar sem engar
raddir bafa heyrst um að fyrirkomulag þess
væri óheppilegt. Þótt að eins hefði verið um
lítilfjörlega lagabreytingu að ræða, hlytu því
allir, sem unna sjálfstæði félagsins, að vera henni
mótfallnir; en þar sem lagabreytingin var þess
eðlis, að allar líkur eru til, að húu yrði til þess
að gjörbreyta félaginu, eins og sýnt mun verða
fram á, hlýt ég og yfir höfuð allir, sem hafa
velferð landbúnaðarins fyrir augum að mót-
mæla slíku kröftuglega.
Ef þingið yfir höfuð færi að nota fjárveit-
ingarvald sitt til þess að neyða lagabreytingum
upp á félagið, liggur í augum uppi, að sjálf-
stæði þess væri lokið, því enginn getur sagt
fyrirfram hvað ráðríkar stjórnir og þingflokkar
kynnu að heimta af félaginu í framtíðinni.
Eiua ástæðan, sem færð var fyrir því að
þingið ætti að kjósa fulltrúa þá, sem amtsráðin
hafa kosið, var sú, að svo mikið af fé því sem
Búnaðarfélagið fengi til urnráða, væri úr lands-
sjóði, og því nauðsynlegt að þingið hefði hönd
í bagga með framkvæmdum félagsins.
Það er að vísu rétt, að mikið af fé því
sem félagið hefir til umráða er úr landssjóði,