Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 18
14 FREYR. og af áhöldum var þar að eins smjörhretti til að hnoða á, balar til að geyma í smjörið milli þess sem það var hnoðað, smjörhnallur, salt- ker, litil eldavél með potti, fata til að sækja í vatn og eitthvað fleira smávegis. Smjörið frá búunum á Hálogalandi er mest alt sent og selt í Kristianíu. Það sem ekki er selt þar fer til Englands. Mörg þessi bú eru illa útbúin að áhöldum, og á þeim vinna stálkur, þeim minni að minsta kosti, er aldrei hat'a lært smjörgjörð. Smjörið þykir heldur ekki gott, sem varla er von til. — Það er gjört alt er verður til þess að spara árleg útgjöld og þó er reksturskostnaðurinn til- tölulega mikill, einkum á litlu búunum. • Af búum á Hálogalandi, er búið í Harsta einna stærst. Það var stofnað 1898, og kost- aði skálinn ásamt áhöldum 22,000 kr. Það framleiðir nálægt 35—40 þús. pund um árið, en auk þess selur búið töluvert af mjólk, bæði nýmjólk og undanrennu. — Sum minstu búin eiga engan sérstakan skála, heldur leigja hús eða herbergi til smjörgerðarinnar. - Það gjörðu og allra fyrstu búin hér á landi til að byrja með. Að endingu vil eg geta þess, að í Noregi voru 1902 talin að vera nálægt 860 mjólkur- bú, og þar með talin smjörfélög og ostgerðar- bú. Búin höíðu til jafnaðar 240 þús. potta hvert til meðferðar af mjólk, og framleiddu nálægt 20,000 pd. af smjöri að meðaltali. Af þessum 860 búum voru flest í Rómdalsamti 151, Bergenhúss ömtunum báðum til samans 140, Stafangursamti 24, og s. frv. S. S. Meðalverð á nokkrum búnaðar-afurðum á Bretlandi í okt. 1905. Tafla sú, er hór fer á eftir, sýnir meðalverð á helztu smjörtegundum, kartöflum og heyi í 4 stærstu borgum Bretlands. Meðalverðið er fundið þannig, að vikuverð fyrir hverja tegund er lagt saman og deilt með fjórum. Verðið er miðað við stórsölu og haft hér eftir skýrslu í: „Journal of the Board of agriculture.“ 1 Loudon. Manchester. Ltverpool. Glasgow. Bezta teg. Lak. teg. Bezta teg. Lak. teg. Bezta teg. Lak. teg. Bezta teg. Lak. teg. Smjör 100 pd. á kr.: Enskt 125 108 125 írskt 104 102 104 100 102 099 102 Danskt 110 108 112 110 110 108 110 Rússneskt 095 092 105 102 094 Astralskt 100 097 Argentínskt 100 098 Kartöflur tuuuan 200 pd. á kr.: . . 6,12 4,96 4,00 3,20 3,72 3,20 4,00 3,70 lleyhesturinn 200 pd. á kr.: Smárahey . . 7,96 7,10 7,20 6,52 7,42 5,76 6,34 5,75 Gott vall-lendishey | 6,72 5,76 6,35 5,56 6,08 5,60 Verðið á smjörinu er miðað við sölu í Centweigths (Cwt.=101,6 dönsk pd.), og verðið á kartöflunum og heyinu við sölu í smálestum. Taflan sýnir að rússneska smjörið er bezt borgað í Manehester, enda mun það vera venjan, að hæst verð fáist fyrir lakari smjörtegundir þar. G. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.