Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 14
10
FREYR
góður atvinnuvegur í öllum aðal-bygðarlögum
Norðurlands. En því miður er eg hræddur um,
að þessi mikla uppskera stafi af einhverri skekkju
eða ónákvæmni við tilrannirnar.
Skýrslan ber því miður ekki með sér hvað
tilraunablettirnir voru stórir eða hvað margir
fyrir iivert afbrigði. En hafi tilraunablettirnir
verið litlir og fáir, og viktin ónákvæm, getur
skekkjan orðið mjög mikil, þegar uppskeran er
reiknuð í þungaeiningum á dagsláttu. Væntan-
lega getur Sigurður Sigurðsson skólastjóri gefið
einhverjar bendingar um, hvernig stendur á
þessari miklu uppskeru, og mundi „FREYR,“
vera fús á að birta þær almenningi.
Fyrst eg á annað borð er farinn að rita
um skýrslu Ræktunarfélagsins, vil eg að lokum
skjóta þeirri athugasemd til tilraunastjóra fé-
lagsins, hvort heppilegt muni vera, að birta á
prenti skýrslu um tilraunir, sem hafa ekkert
alment gildi. Eg á hér við áburðar-tiiraunir
þær, sem birtar eru í skýrslu Ræktunarfélagsins.
Sumar þeirra eru í svo mikilli mótsögn við
sjálfa sig, að þær hafa ekkert gildi fyrir þann
blett, sem þær eru gjörðar á, hvað þá fyrir al-
menning. Eg álít, að allar slíkar tilraunir þurfi
að rannsaka (gagnrýna) sem allra beztáðuren'
þær eru birtar almenningi, og aðeins þær
tilraunir, sem hafa meira eður minna alment
gildi, eigi að birtast á prenti. Hitt er eg hrædd-
ur um að verði til þess, að menn venjist á að
lesa skýrslur tilraunastöðvanna alt of lauslega,
og láti niðurstöðu þá, er þær komast að, sem
vind um eyrun þjóta, og væri þá iila farið.
Reykjavik, í desember 1905.
Guðjón Guðmundsson.
Árið 1905.
Þetta liðna ár hefir verið að fiestu leyti
gott og gagnsamt fyrir laudbúnaðinn.
Veturinn frá nýári var yfirleitt spakur og
góður, frostvægt og snjóalítið. Útmánuðurnir
voru sérstaklega góðir víðast hvar á landinu.
— Fyrri hluta aprílmánaðar gjörði þó harð-
indaskorpu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum.—
Annars viðraði vel, og leit út fyrir að það
mundi vora snemma og gróa fljótt. En reynd-
ist eigi svo. Gróðurinn var seinn og hægfara
og oliu þvi þurkar og næturkuldar. Sunn-
anlands var vorið einstaklega kalt, og sum-
arið eins. Grasvöxtur varð þvi ekki i meðal-
lagi, síst á túnum. Norðanlands og austan
voru óvanalegir þurkar og hitar að deginum
allan siðari hluta júnímánaðar og fram í júlí.
Sem dæmi er þess getið, að á Jökuldal var
hitinn suma dagana seinni partinn í júní um og
yfir 20° C. i skugganum. — Af þessu leiddi að
harðlend tún brunnu, og víðast hvar spruttu
þau í lakara meðallagi. Útjörð spratt viðunanlega
norðan og austanlands og sumstaðar ágætlega.
Hm mikinn hluta lands var sumarið eitt
með þeim beztu, og nýting á heyi ágæt. I
Skaptafellsýslum muna menn ekki jafn gott
sumar enda heyjaðist þar ágætlega. A Vest-
fjörðum var og einnig bezta tíð. — En í Eyja-
firði og JÞingeyjarsýslum var aftur á móti ó-
þurkasamt, og nýttist hey illa. I Múlasýslum,
að Breiðadalsheiði, var og fremur óþurkasamt,
stuttir þurkar og votviðri þess á milli. Rigndi
þar mikið suma daga t. d. 5.—6. ágúst. Urðu
þá ár ófærar yfirferðar víða um Fljótsdalshér-
að. Heyskapur varð þá um það í meðallagi,
en nýting lakari. — Haustið hefir verið svo
að segja ágætt um land alt og það fram að
desember, en þá brá til umhleypinga hér syðra.
Fénaðarliöld hafa verið góð. Féð var vel
undangengið í vor, og þó voru heyiirningar
miklar. Lambadauði enginn. Bráðapest gerði
viða vart við sig og það allalvarlega. t. d. á
Fjalli á Skeiðum í Arnessýslu.
Garðrcekt víða í bezta lagi, ’ einkum í
Skaptafellssýslum. Á Fljótsdalshéraði spratt og
vel í þeim görðum, er notið höfðu góðrar hirð-
ingar. Sem dæmi skal þess getið, að Gfuð-
mundur Isleifsson á Háeyri fékk úr sínum
görðum, rúmum 2 dagsl. 70 tunnum af kart-
öflum og 75 tunnur af rófum. Rað er sama
sem 1 tunna úr 13 ferföðmum.
Verzlunin var yfirleitt mikið góð þetta ár.
Ull í óvanalega háu verði, einkum þó norðan
og austanlands. Á Akureyri og Húsavík
komst verðið hæst. Var þar gefið fyrir öeztu
tegund kr. 1,20 að sagt var. Annars mun verð-