Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 19
FREYR.
15
Smælki.
Eyðublöð handa nautgripafélögum. Bún-
aðarfélag Islands hefir gefið út eyðublöð handa
nautgripafélögum. £>au eru ætluð fyrir mjólk-
ur- og fóður-skýrslur þær, er nautgripafélögin
eiga að senda Búnaðarféiaginu við lok hvers
skýrsluárs, og sem gjörðar eru að skilyrði fyr-
ir styrk frá félaginu.
Hvort eyðublað er skrifpappírsörk í stærra
lagi. A fyrstu síðu á að rita nafn félagsins
og skýrsluárið. Innan í eru 15 dálkar til út-
fyllingar og auk þess pláss fyrir athugasemdir.
A seinustu síðu eru leiðbeiningar við útfyliing
skýrsluformsins, og ákvæði um hvernig meta
skuli mjólk og fóður til verðs.
Mjólk er metin til verðs eftir feitimagni,
og er verðið á henni sett sem hér segir:
5% feiti og þai - yfir á 6 a. pd.
4,9 °/, til 4,5<>/o feiti á 5,5 —
4,4% - 4,Oo/o — - 5 —
3,9°/0 - 3,5% - 4,5 -
3,4o/0 — - 4 —
Ef feitimagn mjólkurinnar er ekki þekt, á
að reikna pundið á 5 aura.
Fóðrið á að leggja i fóðureiningar sem hér
segir: Eitt pd. af maís og öðrum korntegund-
um og 8/<^ punds af allskonar olíukökum, baun-
um, ertum, hvalkjötsmjöli og sildarmjöli reikn-
ast ein fóðureining. Af beztu töðu á að leggja
2 pd. i fóðureininguna, af almennri töðu 2,5 pd.
og af lakari töðu 3 pd. Bezta úthey er látið
jafngilda lakari töðu-tegundum, og er lagt 3
pund af því í fóðureininguna og 4 pd. af með-
al-útheyi. Lélegt úthey er eigi gjört ráð fyrir
að kúm sé gefið.
Fóðureininguna á að reikna á 6 aura.
Ætlast er til, að formenn nautgripafélaga
í nærsýslunum nálgist sjálfir eyðublöðin, en
Dautgripafélögum, sem fjær eru, verða þau send
i vor með strandferðaskipunum.
Gærur. íslenzkar gærur hafa selst í haust
á Bretlandi á 49 aura pundið, þegar gæran
hefir vegið 81/., pd. (vöndullinn 17 pd.) eða
meira. Léttari gærur seldust 2 aurum lakara,
47 aura pundið.
Haustull. Haustullin hefir eins og vænta
mátti selst mjög vel í haust. Frá Leith er oss
skrifað, að haustullin sem þangað var send hafi
selst á 68 aura pundið.
Útílutt smjör. Frá Reykjavík hefir verið
flutt á yfírstandandi ári rúmlega 2100 hálftunn-
ur af smjöri til Bretlands. JÞað mun vera
kringum 230,000 dönsk pund. I þessu er inni-
falið alt smjör frá Suðurlandi eða því sem næst,
en eigi frá búinu á Vesturlandi eða búunum á
Norðurlandi.
Alt smjörið frá rjómabúunum á Suðurlandi,
eða því sem næst, hefir fengið 10 aura verð-
laun á pd. Um smjörið frá norðlenzku búunum
er oss ekki kunnugt.
Myndarleg vatnsveiting. Nokkrir bændur
á Kjalarnesi hafa i ár gjört mjög myndarlega
vatnsveitingu fýrir forgöngu Sturlu kaupru. Jóns-
sonar, eiganda Brautarholts.
Verkið er innifalið í að leiða vatn úr Ár-
túnsá yfir svokölluð Arnarholts- og Bakka-flóð.
Aðfærzluskurðurinn er 1400 faðma langur og
4 f'et á dýpt þar sem hann er dýpstur, 156,900
teningsfet als.
Nokkuð af veitunni á að vera flóðveita og
er búið að hlaða 950 faðma flóðgarða og eru
þeir 54,600 ten. fet.
JÞurkræsi er enn eigi búið að gjöra sem
neinu nemi.
Aðfærzluskurðurinn var hafður svo djúpur
að enga verulega stýflu þarf í ána.
Verkið er alt yfir 700 dagsverk og hefir
kostað um 2000 kr. Verkið er frarnkvæmt und-
ir stjórn Jóns Jónatanssonar búfræðings og mæl-
ingin gjörð af Sigurði Sigurðssyni og lionum í
félagi.
Myndarlegt nautgripafélag. Fyrir skömmu
er stofnað nautgripafélag í Áshreppi í Rangár-
vallasýslu í 6 deildum með 57 félögum og 336
kúm. Félagið tók sérstrax eftirlitsmann. Stærsta
félag, sem áður var kornið á fót, er í Svarfað-
ardal með 295 kúm.
Girðing fyrir graðneyti. Fyrir forgöngu
Eyjólfs sýslunefndarmanns Guðrnundssonar í
Hvammi á Landi er ákveðið að setja upp í