Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 20

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 20
16 F REYR. júní í vor girðingu fyrir graðneyti, á tanga aust- anvert við Þjórsá skamt fyrir ofan Nautavað. Ain girðir á tvo vegu en á þriðju hlið á að vera gaddavírsgirðing 620 faðma á lengd. Girðingin á að vera úr 4 strengjum af gadda- vír og máttarstólpurn úr trjám með 25 faðma millibili, og galvaniseruðu vinkiljárni með 4 faðma millibili. Svæðið sem girðingin innilykur verðurum eða yfir 100, dagsláttur að. stærð. Það er alt ágætt graslendi — töðugresi —, og skjól góð. Girðiugin, sem ætluð er til sumargeymslu handa kynbótanautum í nærsveitunum í Eaug- árvalla- og Arnes-sýslu er nægilega stór fyrir 20—30 naut. ' Ætlast er til að farið sé með nautin í girð- inguna, þegar kýr koma út að vorinu fyrri hluta júní, og að þau séu höfð i girðingunni til septemberloka. Landsbúnaðarfélagið styrkir girðinguna með 200 kr., en eigendur landsins skuldbinda sig til að halda henni í fulln standi í næstu 15 i ár, og að taka i hana svo mörg kynbótanaut sem hagar leyfa. Fyrir sumargeymslu á naut- um mega þeir eigi taka yflr 5 kr. og er þar í innifalið eftirlit. Óþvegin vorull. Garðar Gíslason í Leith hefir selt í sumar rúm 50,000 pd. af óþveginni vorull, þar af ca. helmingiun fyrir Kaupfélag Borgfirðinga, hitt hér og hvar af landinu. Pund- ið seldist á 64 aura upp og niður. Þetta má heita gott verð, einkanlega fyrir sunnlenzku ullina, því óhætt mun vera að gera ráð fyrir að ullin léttist um l/., hluta við þvottinn. Sum- staðarnokkuð minna, en sumstaðar óefað meira. Eigi er það ólíklegt að óþvegin íslenzk vor- ull eigi framtíð fyrir sér á heimsmarkaðinum. Ullarþvottur vor eins og hann tíðkast nú er hvorki heilt né hálft; við hann fer sauðfeitin úr ullinni, en óhreinindin hreinsats ekki úr henni nema að nokkru leyti. Mjög áríðandi er að vauda óþvegnu ullina sem allfa bezt, til þess að hún fái þegar í byrj- un gott orð á sig. Hún á að vera vel þur, sem hreinust og klepra og flókalaus. Kviðull; og annan úrgang á að skilja frá. Verði þess gætt að vanda óþvegnu ullina vegl, tæum vér trúað, að verðmunurinn á þvegnri og óþvegnri ull yrði ekki mjög mikill þegar frá líður. Verzlunarfréttir. Útlendar. Kaupmannahöfn 22. nóvember 1905. Verð á dönskum kornmat í stórsölu. Hveiti (ómalað). . . 100 pd. 6,30—6,35 kr. Rúgur...............— — 6,05—6,30 —- Hafrar..............— — 5,85—6,05 — Skepnufóðar. Verð hjá Alfred Kiis & Co. Havnegade 19. Elutt kostnaðarlaust á skip; ódýrara éf mikið er tekið. Bómullarfrækökkur, kzta teg. 100 pd. 6,45—6,50 kr. Bómullarfræmjöl, — —-- 6,35 — Rapskökur, beztu Kbh. —----------- 6,15 — — — útlendar —----------------5,38^—5,80 — Hörfrækökur, beztu Kbh. -- — 7,25—7,30 —• Mais..................................... 5,45 — Innlendar , Beykjavík. Verðlag i janúar 1906. Verzl. Ediuborg). Búgur pr. 100 pd. 7,25 kr. Búgmjöl — — — 7,75 — Hveiti nr. 1 — 126 — 13,50 — Do. — 2 — — — 12,50 — Do. - 3 — — — 11,50 — Baunirheil. o.kl.— — — 13,50 — Hrísgrjón heil — 200 —• 23,00 — Do. Va —----21,00 — Bankabygg — 126 — 10,75 — Kaffibaunir — 100 — 58,00 — Export kaffi — - ■ — 42,00 — Kandís — — — 25,00 — Hvítasykur — — — 25,00 — Púðursykur —• — — 22,00 — Verðið er miðað við sölu í sekkjum og kössum með þeirri stærð, sem að ofan er greind, mót peningum. Verðlag smjörmatsnefndarinnar: 9/m ’05. Bezta smjör 102—103 kr. 100 pd. 16/u — — — 102—103 ------------

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.