Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 10
6
FREYR.
ætlaðir einum hesti.
búið til.
Þá getur hver trésmiður
IV. Sáðvélar.
Sáningaraðferðir eru þrenskonar:
dreifsáning, raðsáning og hlettsáning. Eyrir-
komulag sáðvélanna er því sömuleiðis aðallega
á þrjá vegu, eftir því hvort þær eiga að sá
dreift, í raðir eða bletti.
Nytsemi sáðvéla er aðallega fólgin í þvi,
að með þeim er hægt að sá betur en án þeirra;
auk þess gengur verkið fljótar með þeim en
annars.
Dreifsáningsvélar eru aðallega notaðar við
korn — og grasfræsáningu. Sumar þeirra eru
litlar og ódýr-
ar, hreyfðar
með handafli,
kosta milli 10
og 20 kr. En
flestar eru þær
gjörðar fyrir
hesta og eru
þá dýrar, 100
til 500 kr.
M e ð þess-
um stóru vél-
um má sá alt
a ð 40 d a g-
sláttur á ein-
u m d e g i.
Verksparn- 7. mynd.
aðurinn hefir þó ekki svo inikið að segja hvað
þetta snertir, því með hendinni getur vanur
maður dreifsáð korni í alt að 15 dagsláttur á
degi; en góða æfingu þarf til þess að gera það
vel, og torfenginn þykir sá maður sem gerir
það til líka eins vel og vélarnar.
Dreifsáningsvélar hylja fræið ekki, þær
dreifa því að eins yfir, þessvegna þarf að herfa
það niður eftir að húið er að sá, hvort sem
fræinu hefir verið dreift með hendinni einni
eða með vélum.
Raðsáningsvélar sá í beinar raðir. Þær
búa til rákina sem fræið dettur niður í hvert
á eftir öðru. Vélin sópar siðan yfir það og
þjappar moldinni að því. Þær gera rákarnar
svo grunnar eða djúpar eins og maður vill og
viðeigandi er fyrir þá frætegund sem sáð er.
Frægjöfina má og tempra.
Raðsáningsvélar eru aðallega notaðar fyrir
rófur; rófur verða ekki ræktaðar að verulegum
mun án þessara véla. Skilyrði fyrir því að
hægt sé að hreinsa á milli þeirra með verk-
færum, er, að þeim sé sáð í beinar raðir og
eigi að hreinsa með fleirraða hestverkfærum
verður að vera jafnbreitt á milli.
Vélar þessar eru margvíslega gerðar, ekki
síður en aðrar. Til eru bæði handvélar og
hestvélar. Elestar handvélar sá að eins i eina
röð í senn. Þær líkjast nokkuð litlum hjól-
börum og ekur sáðmaðurinn þeim á undan sér.
Þær eru mjög handhægar, kosta 17—30 kr.,
þær sem ég
þekki. Til eru
fleirraða hand-
vélar. 7. mynd
sýnir þríraða
handvél, hún
kostaryfir 100
kr.
S áðvélar
þær, sem hest-
ar ganga fyr-
ir, sá í marg-
ar raðir í einu.
8. mynd er af
6 feta breiðri
sáðvél sem
kostar frá 300
til 400 krónur.
Blettsáningsvélar eru líkar raðsáningsvél-
unum; þær sá líka í raðir, en ekki korn við
korn, heldur i bletti með vissu millibili. Þær
eyða minna fræi en raðsáningsvélarnar, en
samt eru þær langtum minna notaðar, enda
nokkuru dýrari. Það hefir ekki reynst svo
auðvelt að búa þær svo út að þær gætu sáð
með alveg jöfnu millibili.
Kartöflusáðvélar
eru til,
en fremur lít-
ið notaðar á Norðurlöndum. Þjóðverjar og
Englendingar nota þær talsvert. Það hefir,
reynst vandhæfni á að búa slíkar vélar til.
Þær hljóta að vera þyngri í drætti en aðrar
sáðvélar af því kartöflurnar eru settar dýpra