Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 2

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 2
78 JTRE YR þeir hafa yeitt mýrinni frjóvgun miklu meira en regnvatnið, sem annars vill oft safnast fyrir í henni, og hefir ekki framrás af hallaleysi og hæðinni í vötnunum. Það annað, að þeir hafa flutt dálítinn aur eða mold inn á ofanverða mýr- ina (Bjólumýrina), en sá aur hefir fest og hætt þar jarðveginn. Og það hið þriðja, að þeir hafa flutt mikinn sand inn fyrir bakkana, sem sest þar fyrir, er straumurinn hættir, og að vísu kæfir þar siægjuna, en um leið hækk- ar þar jarðveginn, svo minni hætta er á því, að áin brjóti óviðráðanleg skörð í bakkana. Þegar búið er að teppa ósana til fulls, þá þarf að veita ánni inn á mýrina með þeim út- búnaði, að hún geti ekki gert neinn usla, held- ur sé jafnan viðráðanleg. A einum stað flýtur áin nú yfir hleðsluna, hvenær sem í hækkar, en af því þar er und- ir grjót og hátt fyrir innan, þá spillir hún þar engu. Þannig mætti veita henni víðar inn á mýrina, í smáum stil með litlum tilkostaaði. Árin 1883—84 var lilaðinn flóðgarður all- langur niður með vötnunum, fyrir neðan það, sem bakkarnir ná fram með þeim. Átti sá flóðgarður að vernda miðmýrina og hinn neðri hluta hennar fyrir vötnunum, en hakkarnir hinn efri. Erernur litla trú munu bændur hafa haft á þessu verki, þeir munu meðal annars hafa óttast óvaranleik flóðgarðsins, ekki sizt vegna þess að sumstaðar varð hann að byggj- ast á feni. Enda sökk hann þar fljótlega, við- haldið var vanrækt, og verkið eyðilagðist. Meðan jarðvegurinn festist ekki til muna á þessu svæði, sýnist mér ekki álitlegt að hyggja þar flóðgarð, og allra sízt í einu. Eg hefi líka haft þá trú, að þegar vötnin fara fyr- ir alvöru að sækja inn á mýrina, þá beri þau með sér aur og sand inn á hana, festi þar og hækki jarðveginn, og jafnyel myndi þar þá hakka með tímanum eins og annarsstaðar er með vötnunum, og eg fæ ekki betur séð en farið sé að móta fyrir þessu, lítið eitt. Árin 1899—1901 tóku þeir 14 bændur, sem húa á Vetleifsholts og Bjólujörðunum sig til og skáru fram Safamýri, með tilstyrk eig- anda þeirra jarða, Búnaðarfélags Suðuramtsins og fl. Þeir gjörðu skurð með öllum norður- jaðri mýrarinnar, frá Bjólu og út í Erakkavatn; það er rúml. hálftfjórða þúsund faðmar. Verk þetta, að meðtalinni ósavinnu, var 1200 dags- verk. Við þennan skurð batnaði mýrin til muna. Uppistöðuvatnið í henni fékk þáfram- rás og lækkaði, svo að víða mátti heyja í henni, sem litt mögulegt var áður. Eyrir skurðinn er líka hægra að komast fram í mýr- ina, yfir svokallaða Elóðakeldu. Sem dæmi þess hvað ílt var að komast yfir Elóðakeldu, læt eg þess getið, að sumarið 1898 gafst eg upp við að reiða hey yfir hana á einum stað, og gat ekki komist með það aðra leið. Eg smíðaði þá „pramma“ og flutti þannig yfir hana 600 hesta. Árið eftir var byrjað að skera mýrina fram. Við það lækk- aði vatnið í keldunni, svo að prammmn flaut ekki. Varð þá að skera skurð þvert yfir keld- una fyrir praramann 130 faðma á lengd, því svo er mikil breiddin þar á keldunni. Næsta sumar var keldan því nær þur, fyrir skurðinn, en jafnfúin og rótarlaus; gat eg þá hrúað keld- una með heyi, og teymt hestana yfir hana, en þurfti til þess 40 hesta af heyi. Síðan hefi eg brúað kelduna á þennan hátt, en þarf nú 7, minna hey til þess. Eg geri mér von um að eftir svo sem einn áratug megi teyma lestir yfir kelduna án heysins, ef skurðinum verður haldið við. Kelda þessi var áður hrúuð með torfi, en það var orðin frágangssök víða, því ekkert nýtilegt efni var fyrir hendi. Balarnir upp- skornir, og engin landtaka hvorugu megin, enda var það miklu dýrara en heyhrú, þar sem hægt var að nota heyið fyrir vatni. Stór þörf væri á því að ræsa Safamýri betur fram en húið er, t. d. með nýjum skurði vestur úr henni miðri. Án meiri framskurðar og uppþurkunar getur Safamýri ekki orðið góð, og án þess er ekki hægt að nota vélar til heyvinnu í henni, neraa austurhlutanum, sem er lang beztur og auðveldast að þurka. Oefað má þannig mikið bæta Safamýri enn að nýju með miklum tilkostnaði, en eg get þó ekki ráðið til að leggja útí það nú þegar. Til þess eru þær orsakir: að meiri hluti hennar er enn í miklli hættu af vötnunum og því ekki vist að sú jarðabót komi að tilætluðum notum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.