Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 12
88 FREYR. að seljeDdur fái alt verð fénaðar sins, að frádregnum kostnaði við söluna. Félagið gefur út stofnbréf hljóðandi upp á 10, 50 og 100 kr. hvert. Hver félagsmaður er skyldur til að kaupa eitt eða fleiri stofn- hréf, og greiðist að minsta kosti helmingur þess við inngöDguna í félagið. JÞau ávaxtast með 5 af hundraði. Hver félagsmaður er skyldur til að skifta við félagið með alt slát- urfé sitt að viðlögðum sektum. •— Félagið skiftist í deildir, og er hver hreppur venju- lega deild út af fyrir sig. Deildarstjórar ann- ast málefni félagsins hver í sinni deild og mæta á aðalfundi, sem haldinn er fyrir hverja sýslu i aprílmánuði. A þeim fundum er kosið f stjórn félagsins, og eiga að vera í henDÍ 9 manns, 1 úr Vestur-Skaftafellssýslu, 2úrRang- árvallasýslu, 2 úr Arnessýslu, 1 úr Kjósar- og Gullbringusýslu, 1 úr Borgarfjarðarsýslu og 1 úr Mýrasýslu. Sá níundi er forstjóri Slátrun- arhússins, og er hann valinn af hinni kjörnu stjórn. Stjórnin keldur aðalfund ijúní og auka- fundi svo oft sem þörf gjörist. — Forstjóri sláturhússins hefir á hendi reikningsfærslu fé- lagsins, ræður verkafólk, gefur út reglur fyrir flutningi fjárins til sláturhússins, og sér um slátrunina að öllu leyti. — Tekjuafgangur fé- lagsins skiftist millum félagsmanna að réttu hlutfalli við verzlunarmagn þeirra. Félagið ætlar að kaupa lóð undir slátur- húsið neðan við Hverfisgötu, rúma dagsláttu að stærð. Þar á jafnframt að vera kjötsölu- búð og svo önnur í miðbænum.—Ef alt geng- ur vel, kemst sláturhúsið upp haustið 1907. Þetta fyrirtæki er ekki einungis nauðsyn- legt, heldur áreiðanlega arðvænlegt, ef hluttaka bænda verður nógu almenn, og því vel stjórn- að. Vinnuhjúa-verðlaun. Árið 1905 voru veittar 200 kr. úr sjóði Landsbúnaðarfélagsins til vinnuhjúa-verlauna samkværat ákvörðun búnaðarþingsins 1903. 'Verðlaun voru tvenn, fyrstu og aDnars flokks verðlaun, 15 og 10 kr. Fyrstu verðl. veitast hjúum, er verið hafa minst 15 seinustu árin í sömu vist, og önnur verðl. hjúum, er verið hafa að minsta kosti sama tíma í vist, og eigi víðar en á tveim stöðum. I fyrra sóttu 126 hjú um verðlaunin, 84 vínnukonur og 42 vinnumenn. Úthlutað var 16 verðlaunum 8 af hverjum flokki. Fyrsta flokks verðlaun hlutu: Albert Vigfússon Stóruvöllum Bárðardal S. Þ. Bjarni Eríksson Höfn Borgarfjarðarsýslu, Frimann Sigbjörnsson Firði við Seyðisfjörð N. M., Guðrún Jónsdóttir Kjörseyri Strandas., Jón Guðmundsson Gilsbakka Mýras., Margrét Hákonardóttir Laugaidalshólum Árness., Þor- kell Halldórsson Miðdal Kjósars., og Þórunn Vigfúsdóttir Drangshlíð RangárvaUasýslu. Annars flokks verðJaun hlutu: Ingveldur Sigurðardóttir FerjubakkaMýras. Jensína S. Helgadóttir Setbergi Snæfellsness. Jöhanna Jónssdóttir Litlateigi Borgarfjarðars., Margrét Jónsdóttir Glaumbæ Skagafjarðars., Olafúr Gíslason Saurbæ á Rauðasandi Barða- strandas., Pétur Ólafsson Kirkjúbóli ísafjarðars. Steinvör Jónsdóttir Sveinsstöðum Húnavatnss. og Valgerður Egilsdóttir Hofströnd N. M. Verðlaunagjafirnar voru silfurbúnir göngu- stafir og svipur handa karlmönnunum ogsifur- skeiðar handa kvenfólkinu, alt með áletruðu fangamarki móttakanda og ártali. í ár var verðlaunaféð 250 kr. Umsækj- endur voru aðeins 55, 24 vinnumenn og 31 vinnukona, þar af 19 er endurnýjuðu umsókn sína frá í fyrra. 22 verðlaunum var úthlutað 6 fyrsta flokks og 16 annars fiokks. Fyrsta flokks verðlaun hlutu: Helgi Jakobsson Arnheiðarstöðum N. M. Ólafur Jónsson Fjöllum N. Þ., Bjarni Davíðs- son Kjarna Eyjafjarðars., Vigfús Ámason Reykjum Kjósars., Jóhanna Jóhannesdóttir Hnausum Húnavatnss., og Þorgerður Bjarna- dóttir Þverá Fnjóskadal. Annars flokks verðlaun hlutu: Hennes Jónsson Hala Rangárvallas., Halldór Jónsson sama staðar, Þorsteinn Jónsson Kálfa- felli A. 8., Jón Jóhannesson Hindisvik Húna- vatnss., Ingibjörg Halldórsdóttir Bjóluhjáleigu Rangárvallas., Sigríður Eiríksdóttir Hvoli Mýr- dal V- S. Sigríður Marteinsdóttir Lóni N. Þ.,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.