Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 9

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 9
EREYR. 85 minni, skiftir engu í því sambandi, sem bér er um að ræða. X>ví fleira fé sem löglega má draga frá tíund, því meira munar á fjártölu búnaðarskýrslnanna og tíundarskýrslnanna, en tala tíundaðs fjár á öllu landinu hefir, mórvit- anlega, ekki verið birt á prenti. Hins vegar gefur að skilja að samræmi verður að vera í báðum þessnm skýrslum, þar sem þær eru tekn- ar á sama tíma og sömu stjórnarvöld hafa þær til meðferðar. Rangt framtal til Mnaðarskýrsln- anna er því sjálfsögð afleiðing af rangri tíund. Eg vona, að það sem hér er sagt, nægi til að sýna, að tíundarundandráttur sá, er eg tala um í grein minni, breytist ekkert, hvort sem hr. B. B. eignar vinnufólki fleira eða færra fé. Mismunurinn á fjártölu búnaðarskýrslnanna og böðunarskýrslnanna verður sá sami fyrir það, því væntanlega eru allir mér samdóma um að alt það fé, sem löglega má draga frá tíund, sé dregið frá fjártölu búnaðarskýrslnanna. £>ar sem hr. B. B. vill draga þetta fé frá mismun- inum á höðuðu og framtöldu fó, þá hlýtur það að byggjast á samskonar „skilningi“ og þeim, er hann virðist hafa á tíundarlögunum: Að bæði framteljendur og hreppstjórar megi hvor um sig fella 1/1 hluta af tíundarbæru fé úr tí- und! Hr. B. B. þykir lítill fróðleikur í að fá að vita fjártöluna á öllu landinu og í hverri sýslu Og amti ásamt mismuninum á böðuðu og fram- töldu fé, telur sjálfsagt að birt hefði verið fjár- talan í hverjum hreppi fyrst farið var að miun- ast á þetta mál á annað borð. Ekki vantar nærgætnina! Á öllu landinu eru 187 hreppar og hefði þvi fjártaflan ein tekið minst örk í Frey. Mig furðar annars á að hr. B. B. skyldi ekki heimta fjártöluna á hverjum bæ; það væri þó óneitanlega fróðlegt, en eigi gæti Ereyr heldur orðið við óskum hans um það. Hr. B. B. fullyrðir að eg hafi skrifað um- rædda grein til að „setja blett“ á bændastétf ina, og borið óspart svertu í. Eyrir slíkum áburði frá hr. B. B. í Gröf ætla eg ekki að fara að verjamig, því allir, sem hann þekkja vita, að honum er annað lægnara en að ætla mönnum góðar hvatir. En hitt vil eg minna á, að tíundarundandráttur bænda hefir verið og er i hvers manns munni, svo hér er eigi að tala um nýjan blett, heldur að afmarka þann blett, sem allir vissu að áður var til. Og geta vil eg þess, að margir sem minst hafa á þetta mál við mig, síðan eg skrifaði umrædda grein, hafa furðað sig á að munurinn á framtöldu og böðuðu fó eigi var meiri en taflan sjmir. Hitt skal eg fúslega viðurkenna, að eg gjöri mér von um, að umtal það, sem greiniu hefir vakið, og vekur, geti orðið til þess að menn telji réttara fram eftirleiðis, en venja hefir verið liingað til, og að greinin gjöri þannig sitt til að afmá þann blett af bændastéttinni, sem tíundarundandráttur- inn óneitanlega er í augum allra, er ekki hafa því ónæmari réttlætistilfinningu, jafnvel enn ó- næmari en hreppstjórinn i Gröf. Guðjón Guðmundsson. Um meðferð mjólkur. I. Árið sem leið var flutt út af smjöri frá smjörbúunum nálægt 287,000 pd. Auk þess var selt innanlands frá búunum kringum 10,000 pd. af smjöri. Smjörið, er sent var út, seldist yflr höfuð vel, og talsvert betur en 1904. Af hinu útflutta smjöri hlutu 275,306 pd. 10 aura verðlaun. — Jeg hef þegar fengið skýrslur frá 20 smjörbúum um rekstur þeirra, og af þeim hafa 4 bú greitt félögum sínum að írádregnum kostnaði 80 aura fyrir hvert pund. Þessi bú eru: Áslækjar, Hjalla, „Eramtíðin11 í Skaga- firði og Hróarslækjar. Þá hafa tvö greitt 75 aura fyrir pundið, Baugstaða og Rauðalækjar. Rangárbúið og Kjósarbúið 74 aura, og svo hafa hin flest borgað félögum sínum kringum 70 aura fyrir pundið. Þetta er hærra verð en búin hafa nokkru sinni áður getað borgað, og staiar það eðlilega af því, hvað smjörið seldist yfir- leitt vel, og að meiri hluti þess náði í 10 aura verðlaunin. En þetta, hvað smjörið seldist vel, er óefað meðfram því að þakka, að mikið af smjörinu frá búunum á Suðurlandi var flutt út með „Botnía“ í kœldu rúmi og fékk fljóta ferð.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.