Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 8
84 JTE.EYR. það hér. Sumir Rvikingar fá að heyja fyrir kindum sinum hjá bændum, er svo hirða féð á vetrum. Hvort þessir menn muna eftiraðtelja það fram á sínum stað, er mér ókunnugt. Og þannig getur víðar verið. Hér í sveit geri eg mér hugmynd um, að það fé, sem var baðað umfram tíundartöluna, hafi að fullum */„ verið vinnuhjúaíé, er eigi bar að tíunda, að öðrum '/s fóðrafé utansveitar, og ef til vill að tæpum */» undandráttur bænda. En vissu hefi eg enga fyrir þessu, aðra en al- mennan kunnugleika, sem eg byggi hlutföll þessi á. Sé nú víða þessu líkt ástatt, dregur það, að mér virðist, töluvert úr sorta blettsins, sem ritgjörðin í „Erey“ setur á „bændur“ fyrir „tíundarundandrátt“, og sem sum blöðin hafa gleipt við með svo mikilli ánægju! Tíundarsvikum kemur mér ekki til hugar að mæla bót. En undir orðinu „bændur“ eru alment taldir búsráðenclur; og sé farið að hirta þá, finst mér ekki að þeir eigi að gjalda nema sinna eigin saka. Tíundarlögin eru langt írá því að vera skýr í ákvæðum sinum. Orðið „tíund“, sem kemur víst 45 sinnum fyrir í þeim, er jöfnum höndum haft um að telja fénað fram, og að gjalda skatt af lionum. Svo segja þau: „Eeila skal úr tíund sjöunda hluta fénaðarins.“ Þetta er af sumurn skilið svo, að sjöund skuli fella úr framtali, og gefa lögin ekki heimild til að áfella fáfróða fýrir þann skilning. Þó mun ekki alment að bændur gjöri það. Af baðaða fénu vantar 165,000 í tíundar- skýrslurnar. Þar sem eg er kunnugastur (og það er á Suðurlandi) mundi að mínu áliti rétt- ast að gjöra þann reikning upp (hlutfallslega) þannig: 1. Eign búlausra, sem ekki eru tíund- arskyldir (eiga ekki ýý hndr.)J. . 70,000 2. Eóðrafénaður, eign manna, er heima eiga í öðrum sveitum (hafa gleymt að tíunda þar).................... 50,000 3. Eignbænda, erhafa „dregið undan“ 45,000 Samtals 165,000 Láti þetta nærri, sem mér þykir sennilegt„ minkar það „minkunina fyrir bændur.“ Gröf 6. april 1908. Björn Bjarnarson. * * * Hreppstjórinn í Gröf, hr. Björn Bjarnarson,. hlýtur að hafa verið mjög illa fyrirkallaður,. þegar hann samdi framanskráða grein. Seinustu árin síðan hann varð hreppstjóri hefir hann orðið að gefa yfirboðara sínum ár- lega skýrslur um tíundarframtal bænda í Mos- íellssveit og framtal til búnaðarskýrslnanna —• annars væri búið að taka af honum titilinn. — Það er því nokkuð djarft spilað af hr. B. B.,. að láta sem hann naumast kannist við búnað- arskýrslurnar, og einkennilegt hól er það um bændur, að halda því fram, að þeim sé yfirleitt ókunnugt um þær, þótt þeir vitanlega telji fram til þeirra á hverjum vor- og hausthreppaskilum. Eyrst hreppstjóri B. B. ekki er viss um,. hvort telja eigi fram til búnaðarskýrslnanna allan búpening eður eigi, ætti hann að fá sýslu- mann sinn til að lesa með sér „Lög um hag- fræðisskýrslur11 frá 8/u 1895. Þá mun hann fá að vita afdráttarlaust, að allir, sem búfé hafa undir höndum, eiga að telja það fram, hvort sem það er eign þeirra eða eigi, og hvort sem það er margt eða fátt, og að vísvitandi rangt framtal varðar 10—200 kr. sektum. Jafn- framt mun hann fá að vita, að reglugjörðin, sem fylgir nefndum lögum býður hreppstjórum að gjöra sér far um að búnaðarskýrslurnar séu svo fullkomnar sem orðið getur, og að þeir geta átt von á að sæta sjálfir ábyrgð fyrir vanrækslu eða eftirgangsleysi í þessu efni. Sauðfjártalan í grein minni í Frey III. 2. sem tala baðaðs fjárerborin saman við, er, eins og greinin ber ljóslega með sér, tekin eftir bún- aðarskýrslunum, samskonar skýrslum og búpen- ingstalan i „Landshagsskýrslunum" að undan- förnu. Að sjálfsögðu er fjártala tíundaskýrsln- anna nokkuð lægra, af því að eigi þarf að tí- unda sauðfjárkúgildi, er fylgja jörðum eða kind- ur þeirra, sem ekki eiga 60 álnir í tíundbæru lausafé. En hvort þessi mismunur er meiri eða

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.