Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 1

Freyr  - 01.06.1906, Blaðsíða 1
ÍFREYR. Safamýri. Breytingin—Jarðabætur—Beitin—Viðhaldið. Breytingin. Svo sem kunnugt er, liggur Safamýri í sunnanverðum Asahreppi. Hún er að stærð 4400 dagsláttur og til heyrir Vetleifsholtshverf- inu, Bjóíuhverfínu og Þykkvabænum. Mestur hlutinn fylgir þó Vetleifsholtshverfínu. Á síðast liðnum 100 árum hefir Safamýri tekið miklum breytingum. Byrir þann tíma var hún mestöll þýfð en rök og safafull hagmýri. j?á lágu vötnin (Rangárnar og Þverá) í stokk beint til sjávar, milH Ásahrepps að sunnar- verðu og Vestur-Landeyjahrepps. Smámsam- an hækkaði svo farvegurinn að vötnin gengu úr honum, svo sá farvegur er nú þur. En vötnin hafa brotið sig út yfir Ásahrepp neðan- verðan og út i Þjórsá, og nú á síðustu árum einnig austur á Landeyjarnar og austur í Aff- fallsútfall. Þessi sífelda hækkun á farvegnum er óef- að mest út af því, að mjög mikill foksandur og aur hefir borist í vötnin, en af hallaleysi að neðanverðu geta þau ekki rutt því fram úr sér. Þegar vötnin fóru að brjótast úr farveg- inum, fóru þau að flóa yfir Safamýri, en við það breyttist hún með tímanum og varð að slægjulandi, víða mjög grasgefnu og sléttu, en ákaflega gljúpu og blautu. Þegar kom fram á' miðja 19. öldina og eftir þann tíma var •oft heyjað mikið í Safamýri, sérstaklega i grasleysisárum. Þá kom fyrir að bændur sóttu heyskap fulla dagleið vegar í hana, en þurftu tvo daga til að koma heim einni ferð. Hið mikla grasleysissumar 1881 mun þó hafa verið heyj- að einna mest í henni. Sumir hafa tahð það verið hafa um 40,000 hesta, en við það er at- hugandi, að það var ekki alt úr Safamýri sjálfri, heldur einnig af engjum, sem liggja fyrir norð- an hana og sunnan. Eftir það fór heyskapur minkandi f Safamýri. Mikill grasbrestur hefir heldur ekki að borið síðan, og bændur hafa lagt niður að sækja heyskap sinn langt að. Auk þess fór vatnið vaxandi í Safamýri, fram að næstliðnum aldamótum. En svo var hún þá orðin gljúp og rótarlaus, að vlða var ó- mögulegt að heyja í henni og ekki leið að teyma hesta um hana sumstaðar. Enda var þá ekki heyjað meira í henni en um 10,000 hestar, eða jafnvel minna, og það við illan leik. Síðan hefir hún aftur batnað til muna, mikið fyrir jarðabætur þær, sem þá voru gjörðar, og nú síðast nokkuð fyrir það, að vötnin brutust austur á Landeyjarnar. Jarðabætur. Helzt til lítið hefir verið gjört til þess að vernda og bæta Safamýri. Þó hefir nokkuð verið gjört f þá átt. Um 1830 var farið að hlaða i ósa, er ytriítangá braut inn á mýrina ofanverða, og hefir það verið gjört næstum ár- lega síðan. Þessir ósar hafa oft verið erfið ir viðfangs, svo að stundum þurfti fjölda fólks til að teppa þá. Til þess bjálpuðu oft margir þeir, sem sóttu heyskap í Safamýri. Þegar reynslan sýndi að stýflurnar biluðu hvað eftir annað úr þvi efni, sem fyrir hendi var, fóru menn að hlaða grjóti utan á þær straummegin Það reyndist mjög veL En af því hvað langt og'erfitt var að ná í grjótið, var hætt við það aftur um tíma. Nú erum við þó teknir til við grjótflutninginn aftur, fyrir fáum árum, með góðum árangri. Eigi alllítið hefir unnist við það, að ósar þessir hafa runnið inn á mýrina. Það fyrst, að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.