Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 14
90 FEEYB. Girðing fyrir graðfola. Sýslunefnd Ár- nessýslu veitti á ný-afstöðnum sýslufundi 500 kr. til þess að koma upp girðingu fyrir grað- fola sýslunnar vestan við Vörðufjall á Skeiðum, syðst í Ejallslandi. Girðingin á að vera úr gaddavír, fjórþætt. Norðan við girðinguna (í Iðulandi) ætlar nautgripafélag Hreppamanna að koma upp girðiugu til sumargeymslu á nautum sínum, og yfir höfuð nautum úr efri hluta sýslunnar. Öþolandi fyrirkomulag. JÞegar maður lítur ytír tilraunir þær, sem gerðar hafa verið, einkum nú á síðari árum, til þess að rétta við og koma í lag landbún- aði Islendinga, þá verður ekki annað með sanni sagt, en margt og mikið hafi verið gjört; og fylsta útlit fyrir, að enn meira verði að slíku unnið hér eftir en áður. Má það sannarlega gleðja alla þá, sem með nokkurri von, eða réttri hugmynd, líta á þá atvinnugrein lands- mann a. En þrátt fyrir allar þessar góðu tilraunir, eru enn ýmsir agnúar — sumir óviðráðanlegir en sumir viðráðanlegir — sem standa búnaði vorum fyrir þrifum. Og ætla eg hér aðallega að minnast á einn þeirra, sem að minu álitier ekki hvað minstur, en sem mér sýnist vel hægt að kasta úr vegi. Er hann innifalinn í ábúð- arrétti þeirra manna, sem hafa byggingu að eins frá ári til árs. Slíkt fyrirkomulag er að minni hyggju alvög óþolandi, sér í lagi hvað leiguliða snertir. — Eg held mér líði seint úr minni orð þau, er einn meðlimur Búnaðarfé- lags þessa hrepps sagði á aðalfundi félagsins síðastliðinn vetur: „Að hann þyrði ekki að eiga nokkurn þátt í því að ráða búfræðing til jarðabóta, því hann byggist við að þurfa að víkja því fyr frá jörðinni, þess meir sem hann bætti hana“. — Að þurfa að hafa slíkt í huga er með öllu drepandi, bæði fyrir ábúandana sjálfa og eins fyrir landbúnaðinn í heild sinni. Sem betur fer eru að vísu miklu fleiri býl- in, sem bygð eru uppá lífstíð ábúanda. En samt sem áður eru alt of mörg, sem bygð eru frá ári til árs, eða þá um nokkurra ára tímabil, en það ætti ekki að vera eitt einasta. Því þó að það sé lítill partur landsmanna af allri heildinni, sem býr við þessi óhappaskil- yrði, þá getur sá partur haft að geyma all- mikla krafta til mjög mikils gagns fyrir land- búnaðinn, sem aldrei koma í ljós, ef óttast þarf landsdrotnana, hvað ábuðarrétt snertir. I þessum hóp geta verið þeir dugnaðarmenn, sem gætu verið fyrirmynd annarra, og gætu þar af leiðandi unnið bæði sjálfum sér og öðr- um margfalt meira gagn en þeir gera. ]?að eru vanalega fyrirhyggju og framtakssömustu mennirnir, sem byrja á nauðsynja-lyrirtækjun- um, hinir koma svo smátt og smátt á eftir, ef þeir ekki eru hindraðir frá því. — En alla þá tel eg hindraða frá að vinna að jarðabótum, sem ekki hafa iífstíðar ábúð. Og mér sýnist mjög auðvelt að bæta kjör manna í þessu til- liti án þess einum einasta manni, sé rangt gjört. Þar í stað er ekki um aðra að tala en jarðeigendur; og vil eg segja þá betur setta, undir þeim lögum, sem gjörðu landeigendum beint að skyldu, að byggja lönd (jarðir) sín uppá lífstíð, heldur en þeir eru nú, úr því þeir eru svo skammsýnir, að byggjaupp á annan máta. — Væru þeir skildugir að gefa út byggingarbréf upp á lífstíðarábúð, þá mundu þeir fljótt læra að gera leiguliðanum að skyldu að vinna eitthvað að jarðabótum á hverju ári, og tel eg það mjög heppilegt, því þá á leigu- liði vísan miklu meiri arð afjörðinni, en lands- drotni trygð betri eign í henni. Hefðu því báðir hag af þessu fyrirkomulagi, og svo þarf það líka einmitt að vera. Vitanlega þurfa landsdrotnarað fara varlegaísakirnar, umleið og þeir áskilja sér þessa skyldukvöð, einkum vegna vöntunar vinnukrafts og féleysis margra leigu- liða, því jarðabætur útheimta það hvortveggja. Enda held eg að þyrfti ekki að áskilja mjög mikið á hverju ári, því þegar menn einu sinni eru byrjaðir á að vinna að jarðabótum, og þeir sjá, hve mikið þær gefa í aðra hönd, þá tel eg víst, að áhuginn kalli þá sjálfkrafa til verka, ef þeir hafa rétt til að njóta þeirra um lengri tíma.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.