Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 6
82 FREYR. tina saman orð og setningar úr fyrri greinum mínum, og setja i ný sambönd, svo þau fá alt aðra þýðingu, en þau höfðu upprunalega; spyr síðan, hvort eg byggi ekkert á orðum mínum eða segi „sitt í kvert sinn“ og s. frv. Eg nenni eigi að endurtaka greinar mínar, enda ekki rúm til þess í Frey, og verð eg því að biðja þá af lesendum hans, sem fylgja með í þessari ritdeilu, að lesa þær aftur yfir, um leið og þeir lesa ofannefnda grein, og munu þeir þá sjá, að eg segi ekki „sitt í hvert sinn“. Hitt uggir mig, að einhverjum þyki meðferð höf. á orðum mínum, ekki samboðin tilrauna- stjóra Ræktunarfélagsins og skólastjóranum á Hólura, en sú afsökun er á, að höf. virðist þurfa, þegar hann les, að einblína á hverja setningu út af fyrir sig. til þess að skilja hana, en missir svo eðlilega af sambandinu - tapar þræðinum (sbr. ummæli hans um grein hr. Benthins). Hinu vil eg ekki gjöra ráð fyrir, að hann rangfæri orð mín vísvitandi. J?á verður höf. að afsaka, þótt eg svari eigi hans mörgu spurningum. Flestum þeirra er fulisvarað áður, eins og allir geta séð, sem lesa greinar mínar með athygli, og aðrar eru svo barnalegar, að ekki er forsvaranlegt að eyða rúmi i Frey til að svara þeim. Eigi tek eg mér það nærri, þótt höf. bregði mér um fáfræði, fyrir það að mér er ekki full- kunnugt um, hvaða katröfluuppskera tæst í hin- um ýmsu bygðarlögum landsins. Mér vitan- lega eru nauðafáar ábyggilegar skýrslur til um það efni, og fáir munu þeir bændur hér á landi, er þekkja nákvæmlega stærð garða sinna og uppskeru úr þeim. Svigurmæli höf. um þekkingu búfræðinga í þessu efni verð eg því að skoða sem töluð í bráðræði. Hitt er mjög mikils vert, að tilraunastjóra Ræktunarfélagsins skuli vera þetta fullkunnugt, því það dregur stórmikið úr tilraunaþörf félagsins, og mætti þá nota eitthvað af þeim styrk, er það fær árlega af opinberu fé til annars þarfara, en að setjaupp eina eða fleiri gróðrarstöðvar í hverri sýslu Norðuramtsins, aðallega til að gjöra tilraunir með kartöflu og rófnarækt. Mér kom ekki til hugar, þegar eg reit fyrra svar mitt, að höf. legði svo mjög áherzlu á, að fræða lesendur Freys á þvi, að kartöflur yxu „í jarðveginum á Norðuriandi“. Hetta kom af minni fáíræði, en ekki af því að eg vildi raska meiningu höfundarins. Mér er sem sé ekki kunnugt um að kartöflnr vaxi neinstaðar öðruvísi en í jarðveginum, og get eg því ekki. séð, að það væri neitt einkennilegt fyrir kar- töfluræktina norðlenzku. Rétt er það, að höf. hefir ekki sagt að kartöflur yxu betur á Norðurlandi en á Suður- landi. En sem betur fer þarf ekki að sækja alla vizku um kartöflurækt til hans. Eg hefi eins og menn muna, leyft mér að nota upp- skeru gróðrarstaðarinnar í Reykjavík til sam- anburðarins, og vona eg að höf. misvirði ekki,. þótt eg skoði hana eins ábyggilega og upp- skeruskýrslur Ræktunarfélagsins. Samkvæmt skýrslu Ræktunarfélagsins var mest kartöfluuppskeran í gróðrarstöðinni áAk- ureyri sumarið 1904 127,7 tvö hundruð pd. tn. Nú segir höf. að meiri uppskera hafi fengist það sumar á Æsustöðum í Húnavatssýslu og lítið eitt minDa á Kolkuós. Seinast liðið sumar var fráleitt betra en i meðallagi á Norðurlandi, og gáfu beztu afbrigð- in á Akureyri, eftir því sem höf. segir, sem svarar 100 tn. (ca. 118 lagartunnur) af dag- sláttu, og þá væntanlega svipað í Húnavatns- sýslu og Skagafirði. Eftir því ætti að mega gjöra ráð fyrir því, að í meÖalári fáist 100' tvöhundruð punda tunnur af kartöflum af dag- sláttunni í öllum aðalbygðarlögum Norðuramts- ins, þar sem gott lag er á ræktuuinni. Lítum nú á þessa uppskeru frá hagfræð- islegu siÓDarmiði. Jarðabótaskýrslurnar áætla undirbúning dagsláttu undir sáðrækt 45 dagsverk. Dags- verkið reikna eg á 3,00 kr. það verða 135 kr- Ef landið er ferhyrnt, þarf girðingin kringum það að vera 120 faðmar, og er nóg að reikna faðmÍDn á 50 au., girðinguna alla á 60 kr. Stotnkostnaður alls verður þá 195 kr., og 5°/o. vextir þar af 9,75 kr. Viðhald á girðingunni vil eg áætla 5°/0 af girðÍDgakostnaðinum eða 3,00 kr. á ári. Leigu eftir landið reikna eg ekki, því hún er víðast hverfandi. Sé húsdýra- áburður notaður eingöngu, þarf 100 hesta, og er

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.