Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 5
FREYR 81 ar á sömu bls. talar höf. um, að réttmætt só að bera samau uppskeru af' ólíkum afbrigðum TJm það fer hann svo feldum orðum: „En af því leiðir engan veginn, að ekki sé i fylsta máta réttmætt að bera saman uppskeru nokkurra beztu afbrigðanna á báðum stöðun- um, eins og eg hefi gert“. Má eg spyrja: Hefir spurningin um það, hvert afbrigðið er, enga þýðingu? Og er rétt- mætt að bera saman árangur af þeim tilraun- um, sem ná yfir mismunandi tíma: aðrar ytír fjögra ára tímabil með mismunandi veðuráttufari, en hinar aðeins yfir eitt ár, þegar veðurátta er óvanalega blíð í samanburði við það, sem vanalega er á þeim stað? Og er það sama, hvort fræ eða útsæði er fengið frá Danmörku eða frá norðlægari löndum? A þessu óska eg skýringa. l>á hneykslast höf. á því að eg skuli hafa sagt: „Að sjálfsögðu hefir lofthitinn mikla þýð- ingu, en oftast skiftir það mestu, hve hátt og lágt hitinn stígur, en meðalhitinn hefir minni þýðingu.11 En á næstu bls. segir höf.: „Yöxturinn er því örari, því meiri sem hitinn er upp að vissu takmarki, mismunandi fyrir hverja fplöntuteg- und. Það hitastig, sem kartöflur vaxa bezt við (Optimumstemperatur) mun vera 20—25° C. eða kringum það.“ Hér viðurkennir höfi, að jarð- epli vaxi bezt við 20—25° C. hita. En þáþætti mér vænt um að fá upplýsingar um, hvort það hafi enga þýðingu, ef t. d. hitinn næði aldrei :20° C. Vaxa jarðepli eins fljó.tt fyrir því? Grera næturfrost engan skaða á sumrum? A einum stað segir höfi, að jurdrnar vaxi eigi síður á nóttu en degi, sé hitinn jafnmikill, Eg skal ekki bera á móti því. En nú taka jurtirnar nokkurn hluta næringar sinnar sérstak- lega á daginn, og það því örar, sem hitastigið er hærra (innan vissra takmarka). Hefir hita- stig dagsins þá ekkert að segja með tilliti til þess, hversu mikJum næringarforða þær safna á þeim hluta sólarhringsins? Og hefir það eigi þýðingu fyrir þroska þeirra? Mér skilst að það muni hafa þýðingu, ekki sízt fyrir jarðepli, sem þrífast bezt við „20—25° (C.)" hita. Mér þætti einnig mjög fróðlegt að , fá að vita um, hvec munur er á þroska jarðepla yfir mánuðina júní—ágúst í Sandvig og Birke- bæk. í>að hefir mikla þýðingu í því sambandi sem hér er um að ræða. Eg skal engar getur leiða að því, á hvorum staðnum, Reykjavík eða Akureyri, hafi verið meiri meðalhiti sumarið 1904, en bíða áreiðanlegra skýrslna um það. J?á segir höfundurinn: „Fyndni höf. um að eg virðist ekki vita að kartöflur vaxa á Norðurlandi, þarf eigi að svara. Annað mál er það, að eg vil ekki trúa í blindni, að skilyrði fyrir kartöflu og rófnarækt séu þriðjmgi betri á Norðurlandi en á Suður- landi, og þykir mér leitt að höf. skuli mislíka það.“ Eg vík svo að fyrra atriðinu. Eg hefi aldrei gefið í skyn, að höf. hafi eigi virst vita, að jarðepli yxu á Norðurlandi. En þá „fyndni“ leytði eg mér, að eg gat þess, að jarðeplin yxu i jarðveginum á Norðurlandi, með því eg talaði þá sérstaklega um þýðingu jarðkitans. En orð- unum „? jarðveginumíl sleppir höfi, og fá um- mæli mín þar með alt aðra þýðingu. Að því er síðara atriðið snertir, þá þarf höf alls eigi að tala um í þessu sambandi, að „trúa i blindniíl því, sem eg hefi aldrei sagt. Eg hefi hvergi haldið því fram, að skilyrðin fyrir ræktun rófna og jarðepla væru betri — og því síður „þriðjungi“ betri — á Norðurlandi en Suðurlandi. Læt eg svo úttalað um málið að sinni. Hólum í Hjaltadal 7. apríl 1906. S. Sigurðsson. * * * Eg er þakklátur skólastjóra Sigurði Sig- urðssyni fyrir upplýsingar þær, er hann hefir gefið í byrjun framanskráðrar greinar viðvíkj- andi kartöfluuppskeru gróðrarstaðarinnar á Ak- ureyri sumarið 1904. Reyndar hefir hann ekki gefið nema nokkuð af upplýsingum þeim, við- víkjandi gróðrartilraununum, er eg bað um, meðal annars slept að minnast á innbyrðis sam- ræmi uppskerunnar, sem þó trúverðugleiki til- raunanna einmitt byggist á. £>ví næst sýnir höf. skarpleika sinn á að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.