Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 11
FRYEIl 87 og þrif eru 25—35° C. Þeir þrífast vel í myrkri og raka. Þar á raóti er ljós og sólar- birta samfara þrifnaði þeirra skæðasti óvin- ur. Einnig eyðileggjast þeir við mikinn hita og kulda. Yfir höíuð þrífast gerlar einkar vel i mjólk og öllu matarkyns. J?að er talið að í mjólk, er staðið heíir ókæld í 2—3 klukkustundir, séu að jafnaði i einum kúbik-centm. 60—100 þúsund gerlar, og eftir 5—6 stundir alt að 5 — 6 miljónir gerlar. Við rannsóknarstofu mjólkurskólans í Bútth í Sviss, hafa fjölgunarskilyrði gerlanna verið rannsökuð. Kom þar í ljós, að eftir 2‘/2 stund, frá því mjólkað var, voru í kúbcm. 9300 gerl- ar. Síðan var mjólkin, þessi sama rannsökuð við 15° C. hita, 25° C. og 35° C. hita, ogvarð útkoman sem hér segir: Eftir: við 15° C. — 25° C. — 35° C. 3 stundir 10,000 — 18,000 — 39,000 6 — 25,000 — 172,000 — 12 milj. 9 — 46,000 — 1 milj. — 35 — 24 — 5,7 milj. — 577,5 milj.— 50 — Þessi tafla sýnir, að því heitari sem mjólk- in er upp í 35° C. og þess lengur sem hún er þannig geymd, þess meira safnast í hana af gerlum, þar til tala þeirra hefir náð geysi mik- illi upphæð; en þá er viðkoman orðin meirien lífsskilyrðin leyfa, og kemur þá afturkippur í fjölgun þeirra, og þeim fer aftur að fækka. Meginhluti aí þessum gerlum er ósaknæmur heilsu og heilbrigði manna, en þeir skemma mjólkina, bragð hennar og lykt. Mjólkursýru- gerillinn hefur t. d. áhrif á sýruefni mjólkurinn- ar og breytir þeim og gerir mjólkina súra. Aðrir gerlar gera mjólkina beizka á bragðið, væmna o. s. frv. — En allar þessar breyting- ar, er verða á mjólkinni, spilla henni og gjöra haua meira og minna óhæfa til smjörgerðar, og það er aðalatriðið hér. Eyrir því ríður á að gæta allrar varúðar og nákvæmni í meðferð mjólkurinnar, og útiloka eða eyðileggja sem mest gerlalíf í henni. En það er erfitt og kref- ur sérstakrar nákvæmni og hirðusemi aí þeim, er fara með mjólk eða rjóma. JÞegar mjólkin er hituð í 80—100° C., þá drepast eða eyði- leggjast flestir gerlar, sem eru í henni. Og því betur sem hún er kæld, þess daufara er lífsstarf gerlanna, og fjölgun þeirra liættir þá. Bessvegna ríður á að kæla sem bezt þá mjólk og þanu rjóma, er á að geyrna og nota síðar til smjörgerðar. Skal i næsta blaði skýrtj nán- ar frá ýmsum atriðum, er standa í sambandi við mjólkurmeðferðina á heímilunum og sem hafa ósegjanlega mikla þýðingu fyrir smjörgerð- ina á smjörbúunum. 6'. 6'. Sláturhús í Reykjavík, I janúarmánuði í vetur héldu Arnesingarog Bangvellingar í’und við JÞjórsárbrú til að ræða um stofnun slútrunarhúss fyrir Suðurland. Eundurinn áleit nauðsynlegt að kom sem fyrst á fót sláturhúsi í Reykjavík, og kaus 4 meun,. 2 fyrir hverja sýslu, til að mæta á fundi í B,eykjavík til þess að undirbúa málið. A þeim fundi mættu auk þess fulltrúar úr Vestur- Skaftafellssýslu, Gullbringu- og Bjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu, einn úr hverri. Eunduriun i Beykjavík var haldinn seiuustu vikuna af marz. Hinir kosnu fulltrúar mættu allir: Agúst Helgason í Birtingaholti, Vigfús Gfuðmundsson Haga, JÞórður Guðmundsson Hala, Sigurður Guðmundsson Helli, Páll Olafs- son Heiði, Björn Bjarnason Gröf, Jón Björns- son Bæ og Guðm. Ólafsson Lundum. Fulltrúarnir voru aJJir sammála um að nauðsynlegt væri að koma upp sameignarslátr- unarhúsi í Beykjavík, og komu sér saman um lagafrumvarp, sem nú er prentað. Slúturhúsið á að vera sameign bænda á Suðurlaudi, er taka vilja þátt í stofuun þessari. Hið væntanlega félag á að heita „Slátrunarfélag Suðurlands11. Tilgangur þess á að vera: að vanda sem bezt meðferð kjöts og annarra afurða sláturfénaðar, að koma svo reglubundnu skipulagi á flutn- ing fénaðarins til markaðsius sem unt er, að losast við ónauðsynlega viðskiftamilliliði, °g

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.