Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 7
FREYR 83 sanngjarnt að reikna hestinn á 30 au. í út- .sæði þarí 7 tn., og af því útsæðiskartöflur þurfa að vera valdar, reikna eg tn. á 10 kr. Vinnuna er erfiðast að áætla svo nærri sanni láti, en vel mun ílagt að reikna hana á 107 kr. — Uppskeruna vil eg reikna ú 8 kr. tn., og er það mun lægra en kartöflur ganga kaup- um og sölum á Norðurlandi. Eeikningurinn litur þá þannig út: 1. Vextir af stofnfé . . . 9,75 kr. 2. Viðhald girðingarinnar . 3,00 — 3. Áburður, 100 hestar á 30 au. 30,00 — 4. Útsæði 7 tn. á 10 kr. . . 70,00 — 5. Öll vinna................ 107,25 — Allur árskostnaður 220,00 kr. Uppskeran 100 tn. á 8 kr. 800,00 — Hreinar tekjur 580,00 kr. Allir sjá að hér er um svo geysi miklar ■tekjur að rœða, borið saman við stofnfé og starfsfó, að óhætt er að færa uppskeruna niður um helming, sem eg álít sanni nær, og verðar kartöfluræktin eigi að síður mjög arðsöm at- ■vinnugrein. Og hróplegt framtaksleysi er það, að vér skulum enn flytja inn í landið kartöfl- ur fyrir yfir 50 þús. kr á ári, og borða þó mikið minna af þeim en vér ættum að gjöra. Með þeim mætti spara mikið meira en gjört er kornmatarkaup, og þær eru holl og hand- hæg fæða, ekki sízt fyrir oss, sem lifum svo raikið af fiskmeti. Guðjnn Guðmundsson. Framtal og frómleiki. Þá, er lesa línur þessar, vildi eg mega 'biðja að taka fram febrúarblað þ. á. „Freys“ og einnig að hafa við höndina tíundarlögin 12. júlí 1878 (lagasafn, bls. 214, 3. hefti). í nefndu blaði „Freys“ (eg fékk það í gær) er ritgjörð: „Sauðfjáreign vor og fram- talsskýrslurnar,“ er virðast eiga að sýna og sanna óráðvendni „bænda“ með samanburði á böðunar-fjártölunni og tíundarskýrslunum næst á undan. Fjártöluskýrslan sjálf er fróðleg, en fer þó of skamt, að mínu áliti, — úr því að farið var að birta hana í búnaðarblaði, — til að ná þeim tilgangi: að fræða. í>á hefði hún átt að sýna jQártölu í hverjum hrepp. En það leynir sér ekki, að aðalerindi rit- gjörðarinnar er að sýna „blett“ á oss bændum. Eg álít að alt of mikil sverta sé borin í þenna blett, og vona að mér leyfist að gjöra grein fyrir því áliti mínu. Greinin byrjar á að rifja upp gömlu sög- unaum „ekki ábyggilega lausafjártíund." „Sönn- un sé nú fengin fyrir því, að fé sé fleira, en landhagsskýrslurnar sýna.“ Hér er ruglað saman tvennu, sem ekki á saman. Tíundarframtalið getur verið rétt (ábyggilegt), þótt landhagsskýrsl- urnar sýndu aðrar tölur hærri, ef þær eru bygð- ar á búnaðarskýrslunum, sem munu eiga að sýna alla fjártöluna; en lög þau, er það bygg- ist á, munu vera almenningi ókunn. Aftur á móti þekkja allir tíundarlögin, sem að vfsu eru ærið óljós, og undirorpin misskilningi. Þó er það skýrt í þeim, að þeir, sem ekki eiga 60 álnir í tíundbæru lausafé, þurfa ekki að „tí- unda.“ Nú er það alkunn venja víðast um land, að vinnuhjú eiga kindur, en oftast fáar. Nái það ekki hálfu hundraði tíundbæru, sem hver á, má sleppa þvífrá tíund (framtölu). Skýrslan telur 6639 býli- en víða eru fleiri býli á jörð (2 býli), svo gjöra má ráð fyrir, að búendur á býlunum séu að m. k. 9000. Gjörum ráð fyrir að hjá hverjum búanda séu 2 vinnuhjú (t. d. börn hans) er eiga 4 kindur (2 ær og 2 geml- inga) hvert. Það gjörir 72000 fjár, er draga má frá tíundarsvikum „bænda.“ Síðan eg fór að safna til tíundarskýrslna, hefir mér virzt að bændur í minni sveit teldu vel (nokkurnveginn rétt) fram fénað sinn. En búleysingjafénaður hygg eg að sé miklu ver eða alls ekki talinn, án þess að eg áliti að það komi í bága við tíundarlögin. Hér i sveit var nokkru fleira fé baðað, en tíundað var vorið áður; en flest af því sem um- fram var, mun hafa varið búleysingjafé og fóðra- fé frá utansveitarmönnum. í nánd við sjóþorp og kaupstaði er oft mikið af fóðrafé frá gras- nytarlausum mönnum í slíkum stöðum. Svo er

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.