Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 3
F REYE. 79 að mjög eríitt er að þurka kana nægilega, aí liallaleysi. að óvíst er, kvort notin a£ mýrinni verði ú, næstu árum þeim mun meiri, en nú eru þau, sem kostnaðinum nemur, þó vötnin kaffæri hana ekki og að hlutaðeigendur vanta ennþá efni, og eg held áræði eða vilja til að leggja í nýjan kostnað við mýrina, með ófyrirsjáanlegum við- haldsko stnaði. Aður en langt nm líður vona ég þó að Safamýri verði endurbætt meira en búið er. Eftir nokkur ár tel eg mjög líklegt að það svari kostnaði, sé það gert á hyggilegan og skynsaman hátt. Ekki farið harðara í það en óhætt er vegna hættunnar og viðhaldsins, •og vötnin látin bæta hana svo sem hægt er. Beitin. Vér höfum fengið ámæli fyrir beitina í Safamýri, og ekki að ástæðulausu. Eg játa að -eg held enn hinni gömlu venju frá Helli að lofa geldu sauðfé að vera í vestur-mýrinni á vorin. En að vestanverðu er hún sem ekkert yrkt. í nýskiftu skákunum þar, yfir 250 engja- dagsláttum, voru í fyrra slegnir 8 hestar, en í sumar ekkert högg, enda er þar fremur rýr slægja, ef slægju á að kalla fremur en beiti- land. Þó er þar allmikið gras í blettum, sem lítið verður úr, og þó enn minna ef engin skepna kæmi þangað. Sama er að segja um Þykkvabæjarmýrina; ineðan þeir geta ekki yrkt hana fyrir vatni, er þeim vorkun þó þeir beiti hana lítið eitt. Austur-mýrina, sem slegin er árlega, er aftur á móti mjög slæmt að beita öllum fónaði eins og gert er, helzt af Bjóluhverfingum. Sá ósiður að hafa þar fjölda hrossa fram eftir öllu vorinu hlýtur að leggjast niður bráðlega, og eins að beita þangað mjólkurpeningnumum sláttinn, nema hann só á afgirtu svæði. Viðhaldið. Jarðabótunum í Safamýri hafa ábúendurn- ir haldið við síðan þær voru gjörðar. Eiga þeir þakkir fyrir hvað einhuga og samtaka þeir eru með hvað. Þegar kom i ljós að stýflurnar í syðri ósunum biluðu, úr hinu slæma efni sem í þeim var, urðum við að taka það ráð að reiða grjót í þær, eins og áður er að vikið. En það var ekki auðgert, þar sem ekkert grjót er til í landareigninni og lítið nærlendis. Við urðum því að taka upp hina fornu venju að láta þá, sem kaupa slægju i Safamýri taka þátt í grjótflutningnum með okkur. Ber þeim að gjöra það auk slægjukaupsins, sem er 10 til 15 aur. pr. kapalinn. Þetta hafa flestir undirgengist með góðu geði. Þó hefir einn helzti og efnaðasti bóndinn í Holtahreppi smeygt því fram af sér til þessa. Er það far- ið að valda óánægju og óreglu með grjótflutn- inginn. Óskandi væri að enginn legði neitt þess- konar sprengingarefni fyrir félagsskapinn um verndun Safamýrar. Afleiðingin gæti orðið glötun hennar að miklu leyti. Sig. Guðmundsson. Svör og spurningar til G. Guðmundssonar. í 3. tölubl. Freys þ. á. hefir hr. ráðunaut- ur Gluðjón Guðmundsson skrifað alllangt mál í tilefni af „athugasemdum og skýringum11 mín- um við ritgerð hans í 1. tölubl. Ereys þ. á. Eg er höfundinum þakklátur fyrir þann einlæga vilja, sem hann hefir á að skýra þetta mál sem bezt fyrir lesendunum. Verið getur, að orsökin til þess, að svo lít.ur út sem okkur beri nokkuð á milli, sé sú, að mér er eigi lag- ið (eins og höf. kemst svo heppilega að orði á bls. 41) að „lesa milli linanna11, eða að skilja, hvað þessi eða hinn meinar, ef alt annað stend- ur á pappírnum. Hins vegar ætlum við ekki að hætta okk- ur út í þær træðigreinar, sem hvorugur okkar hefir næga þekkingu á, jafnvel þó við tryðum því sjálfir, að við værum færir í flestan sjó. Að þessu sinni ætla eg að láta mér nægja að gefa svör upp á nokkrar spurningar, sem höf. vill fá svarað. En jafnframt leyfi eg mér að æskja nokkurra skýringa á þeim atriðum í grein höfundarins, sem mér eru eigi fyllilega ljós.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.