Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 4
80 FE.EYB, Höf. óskar upplýsinga um það, hvað til- raunablettirnir hafi verið stórir í Tilraunastöð Ræktunarfélagsins. Þeir voru ’/ioo eða Vso úr dagsláttu. Sama tilraunin var gerð á 2—3 stöðum. Sumarið 1904 voru þó nokkrar aftil- raununum gerðar að eins á einum stað. Eg hefi ætíð verið viðstaddur, þá unnið hefir ver- ið að tilraununum, og sjálfur vegið mikinn hluta uppskerunnar. Þá óskar höf. upplýsinga um uppskeru . Akureyrarbúa. Eg vil eigi að þessu sinni nefna nein einstök dæmi. En það mun mér ó- hætt að fullyrða, að þess sé eigi fá dæmi, að fengist hafi meiri uppskera í góðum árum úr vel hirtum görðum, sem fengið hafa nægan og góðan áburð, en að meðaltali fékst af öllum afbrigðum úr tilraunastöðinni, en það voru 16910 pd. eða nær 85 tunnur af dagsláttu. Þess ber líka að gæta, að flest afbrigðin, sem ræktuð voru í tilraunastöðinni, hafa aldrei verið ræktuð fyr á Akureyri, og líkindi eru til að einhver þeirra hafi nokkra kosti fram yfir íslenzku jarðeplin. Afbrigðin eru valin af þrem hinum beztu sérfræðingum Norðurlanda í þeirri grein, en þeir eru: Yfirkennari Bastian It. Larsen, tilrauna- stjóri Norðmanna, Dr. P. Hellström, formaður tilraunastöðvarinnar í Luleá f Norðurárbotnum og Sigurd Ithodin, umsjónarmaður við tilrauna- stöð „kungl. landtbruksakademiens“ svenska. Allir þessir menn hafa um mörg ár feng- ist við tilraunir með jarðepli. Þeir hafa valið þau afbrigði, sem þeir ætluðu að bezt myndu þrífast á Islandi af öllum þeim fjölda, sem þeir hafa gert tilraunir með. Jarðepli þrífast vel á Akureyri. En það er eigi hinn eini staður á Norðurlandi, þar sem hægt er að fá mikla uppskeru af þeim. Áðið 1904 setti Hartmann Ásgrímsson kaup- maður í Kolkuósi niður jarðepli í 70 □ faðma stóran garð. Uppskeran varð 1800 pd. Það svarar til 23143 pd. af dagsláttu. [Af einuaf- brigði fékst lítið eitt meiri uppskera í til- raunastöðinni sama ár]. Enginn skilji þó orð mín þannig, að eg með því að nefna þessi dæmi vilji sýna fram á, að jarðeplauppskera á Norðurlandi só að meðaltali meiri en á Suðurlandi. Þau sýna að eins, hve miklum þroska jarðepli geta náð hér nyrðra, þegar vel árar og þar sem jarð- vegur er góður. Siðastliðið sumar var veðuráttan mikið kald- ari en 1904. Jarðeplauppskeran varð þess vegna minni. Þá varð uppskeran af beztu af- brigðunum i Tilraunastöð Bæktunarfélagsins samsvarandi 20000 pundum af dagsláttu. Nú hefi eg gefið þær upplýsingar, sem höf. óskar eftir og sem hann telur hafa mesta þýðingu. Eg tók þessi síðari atriði ekki fram í fyrri grein minni, því eg hólt að höfundinum væri kunnugt, hve miklum þroska jarðepli geta náð hér á Norðurlandi í góðum árum. Hitt er afsakanlegt, þó menn þekki litið til í öðrum löndum, þá um „sórfræðileg efni“ er að ræða. En á Íslandi ættum vér búfræðingarnir að þekkja landskosti og skilyrði hinna einstöku landshluta sem og landsins í heild sinni. En að fáfræði í þá stefnu vildi eg eigi gera höf- undinn kunnan að ástæðulausu. Höfundurinn segir það eigi rétt, að hann byggi ályktanir sínar á því, 1. Að „hitinn í Rvík só meiri er á Ak- ureyri yfir sumarmán., og 2. að „uppskeran [séj ótrúlega mikil, þeg- ar hún só borin saman við uppskeru í öðrum löndum“. Verið getur, að hér hafi átt að lesa eitt- hvað „á milli línanna11, því á bl. 9 („Ereyr“, nr. 1 þ. á.) segir höf., þá hann er að tala um uppskerumuninn: „Það sem uppskerumuninum veldur, ætti þá aðallega að vera veðuráttufarið eða öllu frem- ur hitamegnið11. Og slðar á sömu bls. stendur: „Sé áður greind uppskera í gróðrarstöð- inni á Akureyri borin saman við kartöfluupp- skeru í nágrannalöndunum, virðist hún einnig vera ótrúlega há“. Byggir höf. þá ekkert á þessum orðum sínum, eða meinar hann sitt í hvert sinn? Á einum stað segir höf. með réttu: „Meginreglan við allar gróðrartilraunir er, að gera sem líkust öll þau atriði, sem geta haft áhrif á vöxtinn, nema það sem spurt er um, eða útiloka áhrif þeirra“. (Bls. 39). Síð—

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.