Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.1906, Blaðsíða 13
FREYR. 89 Jónína Davíðsdóttir Skógum X. Þ., Sigríður Grímsdóttir Kjarna Eyjaíjarðars., Kristólina Ólafsdóttir Eremri- Hundadal Dalas., Guðný Jónsdóttir Haukagiii Mýras., Jóhanna Jónsdótt- ir Borgarhöfn A. S., Ingunn Þorvaidsdóttir Asi Skagaíjarðars., Sigburjörg Einarsdóttir Biöndós Húnavatnss., Þuríður Jónsdóttir Hoífelli A. S. og Guðrún Sigurðardóttir Brunnum A. S. Verðlaunagjaiirnar eru í ár samskonar og í fyrra. • Smælki. Þjórsárveitan. Vatnsveitufræðingurinn frá Heiðafélaginu danska hr. K. Thalbitzer, sem getið var um í 3. nr. Freys þ. á., kom eins og til stóð með „Ceresil í maí, og fór eftir nokkra daga ásamt S. S. ráðunaut austur í Arnessýslu til að athuga áveitusvæðið, Skeið og Elóa, og kom aftur 26 s. m. Hann telur mikla erfið- leika á að veita Þjórsá yfir Elóann, af því að vegurinn, sem vatnið þurfi að leiða, só svo langur. Aftur telur hann liklegt, að ná megi Hvítá yfir mestallan Flóann, og verður hans fyrsta verk að athuga það nákvæmlega. Þyrfti þá eigi að veita Þjórsá nema yfir Skeiðin og efsta hluta Elóans, sem Hvítá næðist eigi yfir. Byrjað verður á mælingunum strax uppúr hvitasunnu. Við þær verða fyrst um sinn auk Th. og S. S. tveir fullorðnir menn og tveir unglingar til snúninga. Mikill stuðningur verður það fyrir vatns- veitu-mælingarnar, að landmælingaherdeildin danska, sem verið hefir hérvið mælingar nokkur undanfarin ár, kemur með „Laura“ 6 þ. m., og ætlar eitir ósk Heiðafélagsins að mæla í surnar Skeið og Elóa og gjöra uppdrátt af. Auðvitað eru þær mælingar ekki einsnákvæm- ar og vatns-veitumælingar þurfa að vera, en eigi að síður til stórmikills flýtis og hægð- arauka. Búfjársýning í Mýrdalnum. Annan maí var haldin búfjársýning við Deildará í Mýr- dal. Verðlaunaféð var 300 kr., er skiftist þann- ig, að á nautgripina komu 176 kr., á hross 62 kr. og á sauðfé 45 kr. Eyrstu verðlaun fyrir naut, 15 kr., hlaut Halldór Jónsson umboðsm. Vík., og fyrstu verðl. fyrir kýr, 10 kr., hlutu: Jón bóndi Árnasoo Ketilsstöðum, Arni Jónsson sýslunefndarm. Pétursey og Guðm. hreppstjóri Þorbjarnarson Hvoli. — Af graðfolum hlutu hærri verðlaun, 10 kr., rauður foli 5 v., 53 eign G. Þ. á Hvoli, og brúnn foli 5v. 52‘/2”, eign Klemens Klemenssonar í Vík. A sýninguna komu: 7 naut og 35 kýr, þar af verðlaunað 22 kýr og 5 naut. Afhryss- um voru sýndar 20, og 8 foJar, þar af verðlaun- aðir 5 og 8 hryssur. Hrútar komu 28 og ær 55; verðlaunaðir 7 hrútar og 15 ær. Búnaðarfélag íslands. Ársfundur þess var haldinn 14. maí í Iðnaðarmannahúsinu. Forseti skýrði frá fjárhag félagsins fyrir árið 1905. Sjóður félagsins hafði geugið saman á árinu um 2185 kr. úr 33790 í 31605 lir., en aftur hafði félagið þá við árslokin sett fast í byggingum nálægt 4000 kr., en upp í það fær það 1000 kr. úrlandssjóði — útlagðan kostnað við geymsluskúr mjólkurskólans á Hvítárvöllum. Eélagið hafði þannig lagt upp nokkuð meira en minst má eftir lögum þess. Inn hafði kom- ið fyrir þann hluta af lóð félagsins, er seldvar, 3030 kr., en lóðin undir húsi félagsins eklsi talin i reikningnum, bíður virðingar liússins. Það er nú hér um bil fullgjört, og kostar með nauðsynlegum húsgögnum, vatusleiðslu m. fl. um 18,000 kr., eða 2000 kr. meira en búnað- arþingið hafði leyft að verja mætti til þess. Eélagar eru nú orðnir um 700; bættust. 107 við nndanfarið ár, og 29 komnir á þessu ári. Eundurinn var illa sóttur og umræður litlar og magrar. Héraðssýning. Eyrsta héraðssýningin hér á landi verður haldin við Þjórsárbrú 14. júlí í sumar, fyrir Árnes- og Rangárvalla-sýslur. Til hennar hefir Búnaðarfélag Islands veitt 400 kr. og sýslunefndir Árnes- og Rangár- valla-sýslu 100 kr. hvor. Sýnd verða að eins naut og graðfolar. Vonandi verður sýningin vel sótt, enda há verðlaun 10—40 kr., og auk þess skrautprentað verðlaunaskírteini, sem mörg- um mun ekki þykja minna varið í að fá en verðlaunÍD sjálf.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.