Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Side 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 85 brjóskinu á milli hryggjaliða. Ef kalsíummagn fæðunnar er of lítið, losnar kalsíum frá beinum, en kalsíum frá tönnum losnar ekki. Því stafa skemmdir á tönnum ekki af kalsíumskorti, heldur af breytingum á sýklagróðri eða skorti á hreinlæti tannanna. Bjúgur getur komið í góm og tannhold á meðgöngu, en verður aftur eðlilegt fljótt eftir fæðingu. Húðin Á meðgöngu geta komið fram óeðlilegar litabreytingar á húð- inni, sem eru taldar stafa af breytingu á starfsemi nýrnahettubark- ar. Þessi litabreyting getur verið mjög áberandi og komið fram sem brúnleitir blettir eða skellur (chloasmata). Mest einkennandi eru þessar litabreytingar á geirvörtum og miðlínu kviðar (linea alba). Einnig verða burðarbarmar og svæðið í kringum endaþarm (anus) fyrir sterkum litarbreytingum. Innkirtlastarfsemin Bris (pancreas); ,,Langerhans’ske eyjarnar” í brisinu stækka á meðgöngu og aukning er á insulini í blóði, sérstaklega á síðari hluta meðgöngu. Af því leiðir, að blóðsykurmagn er aðeins lægra, en vanalega mjög stöðugt. Aukið næmi er fyrir insulini, sérstaklega á siðari hluta meðgöngu, fyrir áhrif meðgönguhormónsins ,,HCS”. Kon- ur sem hafa lágmarks briskirtilsstarfsemi, geta um meðgöngu þró- ast yfir í leynda eða raunverulega (kliniska) sykursýki. Kalkakirtlar (Parathyreoidea) Stækkun verður gjarnan á þessum líffærum og aukið magn kalsíum útskilst, sérstaklega frá 15.—35. viku meðgöngu. Á þessu tímabili er þörf fóstursins mest fyrir kalsíum. Nýrnahettubörkurinn (Glandulae supra renales) Nýrnahettubörkur stækkar á meðgöngu og aukning verður á myndun barkstera. Yfir 90% af þessum vökum hormonum) eru bundnir eggjahvítu, (lífeðlisfræðilega óvirkt), þó er þéttni af óbundnu cortisoli aðeins aukið og getur það verið ástæðan fyrir litarbreytingu í húð, og breytingum í sykurefnaskiptum (hærri blóðsykur). „Aldosteron” hormon eykst einnig örlítið á með-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.