Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Page 12
92
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
1) Lyf kann að vera gefið við kvilla sem í sjálfu sér er
teratogen eða hefur slæm áhrif á fóstur.
2) Gallað eða vanskapað fóstur kann að framkalla ein-
kenni hjá móður, sem krefst lyfjameðferðar.
3) Lyf kann hugsanlega að koma í veg fyrir fósturlát á
fóstri, sem ella hefði eyðst vegna eigin galla.
4) Lyf gefur bundist öðru lyfi eða efnum gefnum samtím-
is, sem siðan á samverkandi hátt, leiða til van-
skapnaðar eða truflana hjá fóstri.
5) Margar þeirra ránnsókna, sem farið hafa fram, hafa
verið framkvæmdar án viðmiðunarhópa, sem verulega
hefur rýrt gildi þeirra.
6) Áhrif lyfja á dýr i dýratilraunum eru oft allt önnur en
á menn, til dæmis virtist Thalidomid skaðlaust í dýra-
tilraunum.
í spjalli mínu hér á eftir ætla ég að fjalla um notkun áfengis,
tóbaks og lyfja á meðgöngu. Ég tek sérstaklega fyrir þá hættu sem
fóstrum er búin af sumum þessara efna og rek afleiðingar. Ég legg
áherslu á, að hver læknir sem ávísar lyfi á ófríska konu, geri það
ekki nema brýna nauðsyn beri til. Að hann sé meðvitaður um
áhættur og geri konunum ítarlega grein fyrir þeim.
En snúum okkur þá að helstu efnaflokkunum. Fyrst eru það
sjálfskaparviti kvennanna sjálfra:
Vín — Tóbak — Kaffi
Ofneysla áfengis á meðgöngu leiðir til margvíslegra fósturgalla,
lágrar fæðingarþyngdar og lélegs þroska eftir fæðingu. Talað er
um svokallað ,,fetal alcohol syndrome” hjá þessum ógæfubörn-
um. Sum þeirra fá líka svæsin fráhvarfseinkenni fljótt eftir
fæðingu, sem leitt getur til dauða. Álitið er að allt að ein af
hverjum þúsund ófrískum konum sé drykkjusjúk. Rannsóknir
hafa sýnt fram á, að hættan af fósturskemmdum er tvöfalt hærri
hjá þessum konum í samanburði við þær sem drekka hóflega. Því
er við að bæta að um 60% ofdrykkjukvenna reykja, um 40% hafa
eða misnota lyf samtímis og margar þeirra neyta einhæfrar fæðu
og eru vannærðar, þannig að fleira en vínið eitt kann að eiga þátt í
þeim fósturgöllum sem fram koma hjá drykkjusjúkum konum.