Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 20
100 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Varað er við notkun annarra blóðþrýstingslyfja en hér hafa verið nefnd. Sérstaklega ber að forðast að nota Hyperstat (Diazoxid), en það er gefið við skyndihækkun á blóðþrýstingi. Þetta lyf getur valdið skyndilegu blóðþrýstingsfalli, slegið út fæðingarhríðar, valdið fylgjulosi og leitt til dauða barns og/eða móður. Lyfið er því bannfært þar til eftir fæðingu. Krabbameinslyf Eins og gefur að skilja eru þessi lyf yfirleitt mjög skaðleg fóstr- um, bæði hvað teratogen og aðra verkun áhrærir. Sem dæmi má taka folinsýruandefnið Aminopterin, en þetta lyf (efni) var notað til að framkvæma fósturlát í kringum 1950. 70% þeirra sem fengu lyfið misstu fóstur, fóstrin reyndust með gallaða vefjauppbygg- ingu. Um 30% luku meðgöngu en fæddu vansköpuð börn. Lyf náskylt þessu er til dæmis Metotrexat. Deyfi-, sterk verkja- og svæfingalyf Deyfilyf og borð við Lidocain geta haft víðtæk áhrif á fóstur, séu þau gefin í stórum skömmtum. Til dæmis er talið að við para- cervical deyfingu fái um 30—40% barnanna hjartsláttarhægingu. Lyfið er ekki talið teratogen en ótrúlegustu fósturáhrifum er lýst, öndunarerfiðleikum, krömpum, slappleika, lélegri súrefnismettun og lækkuðu sýrustigi. Við minni háttar staðbundnar deyfingar í fæðingu eru þessi vandamál fáséð. Séu sterk verkjalyf (Pethidin, Morfin, Methadon) misnotuð á meðgöngu koma fram heiftarleg fráhvarfseinkenni hjá börnum, strax eftir fæðingu. Pethidin er nú mest notaða verkjalyfið í fæðingu. Sé það gefið í mjög stórum skömmtum, eða rétt fyrir fæðingu, má búast við slöppum börnum eða börnum sem eiga við öndunarerfiðleika að stríða fyrst á eftir. Þetta er þó hættulaust þar sem ágæt mótefni eru nú til að upphefja þessi einkenni. Það færist nú stöðugt i vöxt að ófrískar konur séu svæfðar og kemur þar bæði til aukning í keisaraskurðum og öðrum aðgerðum almennt. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á klárt samband milli svæfinga á meðgöngu og vanskapnaða hjá nýburum þessara mæðra. Tvennt er þó athugavert í þessu sambandi.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.