Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Page 21

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Page 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 101 1) Álitið er að börn, sem eru tekin með keisaraskurði í svæfingu, geti verið allt á fjórða mánuð að ná eðlilegri heyrnarskynjun miðað við börn fædd á eðlilegan hátt. 2) Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tíðni fósturgalla er tvisvar til fjórum sinnum hærri hjá svæfinga- og skurðstofu- hjukrunarkonum, sem eru stöðugt í návist innöndunar- svæfingarlyfja. Sumar rannsóknir sýna jafnvel fram á hærri tíðni hjá konum, sem eru ófrískar eftir svæfingarlækna, hvað svo sem það kann að merkja. Að lokum þetta Þegar gefa þarf ófrískum konum lyf er rétt að hafa eftirfarandi hugfast: 1) Er lyfjagjöf virkilega nauðsynleg? 2) Erum við að gefa „skaðlaust” lyf, er til eitthvað hættu- minna, eða má lækna vandamálið með öðru en lyfjum? 3) Hvert er hættu/ávinningshlutfallið sé tekið tillit til beggja? 4) Lyf á að gefa í eins skamman tíma og mögulegt er og i eins litlum skömmtum og af verður með komist. 5) Lyf til inntöku á að taka framyfir lyf í sprautuformi nema ógleði hamli. 6) Gefa skal þekkt reynd lyf í stað nýrra lítt rannsakaðra lyfja. 7) Gefa skal einföld lyf, en ekki samsett, þar sem í sumum samsettu lyfjanna geta leynst varasöm efni. 8) Skrá skal allar lyfjagjafir á meðgöngu skilmerkilega inn á mæðraskrá, svo hægt sé að finna út eftir á, ef börn reynast veik eða gölluð, hvort lyf kunni að hafa átt þar hlut að máli.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.