Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 6
46 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Magdalena Guölaugsdóttir, Ijósmóðir frá Þambaravöllum: Sextíu ára gömul fæðingarsaga Það er veturinn 1927. Ég er þá ljósmóðir á Borðeyri í Hrútafirði. Umdæmi mitt er Bæjarhreppsumdæmi, sem er strandlengjan með- fram Hrútafirði að vestanverðu frá Stikuhálsi og inn að Holta- vörðuheiði. Ég hafði áður en þetta gerðist, sem frá verður sagt, verið sótt vest- ur í Laxárdal í Dalasýslu og yfir í Staðarhreppsumdæmi í Húnavatns- sýslu, og mér fannst eins og fólk þeirra ljósmæðra, sem þar áttu hlut að máli, kærði sig ekkert um það. Nú er það snemma í nóvember þennan vetur að til mín kemur mað- ur austan úr Staðarhreppi og biður mig að sitja yfir konunni sinni. Ég var búin að heyra að þar væri fjölgunar von og vissi að það var 10. barnið. Ég þekkti þennan mann og vissi mjög vel um hans heimilis- hagi og ástæður. En án þess að hugsa lengi um ákvað ég að fara þetta ekki og segi honum það. Með það fer hann mjög óánægður, en ég hugsandi og ekki heldur ánægð. En það liðu ekki nema fáir dagar, þá kemur hann aftur og segir að hann sé alveg í vandræðum, Sigríður sín — en svo hét konan — sé að verða að aumingja, hún sæki þetta svo fast að fá mig, að það sé henni ekki sjálfrátt. Svo segi ég honum þá umsvifalaust, að hann megi treysta því að ég geri þetta, en ég setji það upp að ég verði látin vita undireins og hún finni til og hann hafi mann og hesta til að flytja mig og ég setji það líka upp að talað verði við lækninn og hann beðinn að koma. Það megi ekki bregðast. Þessu var lofað og það stóðst allt. Svo er það einn síðasta daginn í nóvember, að til mín er hringt snemma morguns og maður er kominn að sækja mig. Þetta er í norð- an svælingsbyl og kulda. Leiðin er töluvert löng. Fara þurfti yfir þrjár óbrúaðar ár og urðum við að fara ótal krókaleiðir til að komast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.