Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 30
70 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ milli andlegrar og líkamlegrar líðanar. Frumatriðið í meðferð á sárs- auka er að raunveruleiki sársauka einstaklingsins sé aldrei dreginn í efa. (Heimild nr. 16 bls. 17). Takmark þess að meðhöndla sársauka er að bæta líkamlega og and- lega líðan einstaklingsins (konunnar). Sársauka má meðhöndla með ýmsum aðferðum svo sem lyfjameðferð, psycoprofylaxis, nálar- stunguaðferðum og jafnvel dáleiðslu. Áhrifamáttur hinna ýmsu með- ferða fer svo eftir eðli og styrkleika sársaukans svo og eins og áður hefur verið minnst á andlegu og líkamlegu ástandi konunnar. Foreldrafræðsla er vel þekkt á íslandi í dag og er hún veitt í vaxandi mæli. Foreldrafræðsla á íslandi hófst í alvöru er Hulda Jensdóttir stofnaði til námskeiða í slökun lyrir verðandi mæður árið 1953. Síðar eða u.þ.b. 15 árum seinna heldur Heilsuverndarstöð Reykjavíkur námskeið og stuttu síðar Kvennadeild Lsp. Leiðbeinendur þessara námskeiða leggja áherslu á mismunandi fræðsluefni og beita mismun- andi kennsluaðferðum. Hjúkrunarfræðinemar í HÍ gerðu könnun þar sem reynt var að meta hagnýtt gildi foreldrafræðslunnar við fæðingu. I stuttu máli urðu niðurstöður þær að konur sem sækja þessi nám- skeið telja sig ráða yfir fleiri leiðum til að draga úr sársauka í fæðingu, þótt engin mælanlegur munur á sársauka finnist hjá þeim. Þær sögðu jafnframt að samvinna við ljósmæður og stjórn fæðingar- innar hafi gengið betur. (Heimild nr. 18 bls. 15—17). Oft þarf að beita fleiri en einni aðferð samtímis og verður fjallað um þann þátt síðar. Vellíðan konunnar stjórnast að stórum hluta og má segja fyrst og fremst af því hvort hún er þjáð af sársauka eða ekki. Þar sem ljósmóðirin er sá aðili sem er í hvað nánustu tengslum við konuna í fæðingunni gegnir hún ákaflega mikilvægu hlutverki í sárs- aukameðferð. Reynir þar verulega á hæfni, þekkingu og skilning ljósmóðurinnar en ekki síst hversu mannleg hún er. Segja má að eitt aðalmarkmið hverrar ljósmóður fyrir utan það að hjálpa nýjum ein- staklingi í heiminn sé að stuðla að sem bestri mögulegri líðan konunn- ar í fæðingu og þar með talið að hjálpa henni að umbera þann sársauka sem henni fylgir því sjaldnast er hægt að losna alveg við hann. Það sem hver ljósmóðir verður að hafa í huga er að til þess að ná fram sem bestum árangri í verkjameðferð fæðingar verður hún að ávinna sér traust konunnar og sýna henni og aðstandendum umhyggju og hlýju og hafa ávallt bæði andlegar og líkamlegar þarfir í huga. Þetta gerir hún m.a. með því að gefa verkjalyf, sjá til að vel fari um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.