Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 28
68 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ opnar hliðið. Þessi hliðbúnaður hefur áhrif á hóp taugunga í mænu- kylfu sem kallaðir eru T-frumur. Þess betur sem hliðið er opið og því lengur sem það stendur opið, þeim mun meira magn boða fer í gegn og nær til T-frumanna. Er virkni þeirra nær krítiskum mörkum er „pain reaction system” í heilanum ert og einstaklingurinn verður var við sársauka (sjá mynd nr. 2). Venjulegt starf substantia gelatinosa er að koma í veg fyrir ertingu á T-frumunar með því að halda hliðinu að hluta til lokuðu. Þar af leið- andi hefur erting á substantia gelatinosa þau áhrif að venjulegt starf er aukið, ennfremur 'okast hliðið sem taugaboðin fara í gegnum. A hinn bóginn þá hefur hindrun (inhibition) á substantial gelatinosa þau áhrif að það hægist á venjulegri starfsemi, hliðið opnast og boð fara í gegn. Hliðstjórnarkenningin hefur varpað ljósi á búnað til að stilla tauga- boðin áður en þau eru send áfram til heilans. Taugaboð sem berast niður til substantia gelatinosa frá heilanum, geta breytt eða takmark- að taugaboð gegnum áhrif á ,,the gating mechanism” (9, bls. 708-709). Mikið hefur verið deilt um þessa kenningu, en meginstoðir hennar standa þó enn. Nú hefur komið í ljós (1975) að miðtaugakerfið fram- leiðir sitt eigið efni til að slá á sársauka. Þetta efni nefnist endorphine og verkar eins og morfín en hefur margfalt kröftugri verkun. Þetta efni virðist draga úr boðstyrkleika á svipaðan hátt og morfín (20, bls. 46). Sársaukaboð til mænu í fæðingu eru borin af sympatiskum aðlæg- um taugaþráðum frá legbol, leghálsi, eggjastokkum og liðböndum. Þessir taugaþræðir eru samtengdir öðrum sjálfráðum taugum legs og legháls, og mynda s.k. inferior hypogastric plexus. Sérhvert líffæri líkama okkar er þannig gert að það bregst við sérstöku áreiti í formi sársauka. Húðin t.d. er varnaryfirborð sem sífellt er útsett fyrir hita- breytingum. Ef þessar breytingar eru of mikill hiti eða of mikill kuldi þá verður árangurinn sársauki. Þar sem leghálsinn er venjulega ekki útsettur fyrir svona breytingum gerði móðir náttúra hann ekki við- kvæman fyrir þeim heldur þannig að hann bregst frekar við þenslu og útvíkkún í formi sársauka. Það eru engir sérstakir sársaukaviðtakar í legbol eða leghálsi en taugaþræðir liggja á víð og dreif í vöðvunum (1, bls. 11). Þættir sem áhrif hafa á sársauka í fæðingu eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.