Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 71 hana, aðstoða við öndun og slökun, samræður um sársauka og með- ferð við honum, vera hjá konunni og veita henni þannig stuðning með snertingu og samkennd. Kona að nafni dr. Joyce Roberts sem menntuð er sem hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir og stundað hefur vísindalegar rannsóknir tók eftir því að svörun kvenna við sársauka í fæðingu má í stórum drátt- um rekja til áhrifa af eigin reynslu þeirra, menningarlegum bakgrunni, andlegu og líkamlegu ástandi og túlkun þeirra á sársauka. Það að meta sársauka í fæðingu getur verið erfitt því sársaukinn sem slíkur er ekki merkjanlegur eða sjáanlegur heldur er það hegðun kon- unnar og látbragð hennar sem kemur upp um líðan hennar, og um leið hæfileiki/geta ljósmóðurinnar til að meta sársaukann eftir því. Sársauki getur lýst sér á ýmsan hátt s.s. minnkuð geta til afslöppunar, grátur, hraður andardráttur og ákveðnar líkamshreyfingar sem gefa til kynna hvers kyns er. Verkurinn getur verið vægur eða mjög sterk- ur og er byggður á ofantöldum þáttum. Roberts sýndi fram á að þján- ingar í fæðingu má minnka/draga úr á ýmsan hátt. Hjálpa konunni við að umbera frá byrjun til enda hvern samdrátt fyrir sig og útskýra það að styrkleiki verkjarins sem slíkur minnkar ekki heldur er það þol konunnar fyrir sársaukanum. (Heimild nr. 10. bls. 626). Petidin Petidin er það lyf sem hvað mest hefur verið notað hér á landi sem verkja og slakandi lyf í fæðingu. Petidin er verkjalyf sem binst svo- kölluðum opioid receptonum miðtaugakerfisins þ.e. lyfið hefur f.o.f. áhrif á miðtaugakerfið með því að hamla þær heilastöðvar sem stjórna m.a. verkjum og andardrætti. Jafnframt örvast sú heilastöð sem stjórnar hósta og getur það valdið ógleði og uppköstum. Einnig hefur petidin þau áhrif að sléttir vöðvar í t.d. meltingarfærum hjarta og berkjum dragast saman og valda m.a. hægðartegðu. Hin efnafræðilega samsetning petidins samanstendur af 1 methyl, 4 phenyl og 4 carbethowypiperidine og var það fyrst uppgötvað fýrir rúmum 40 árum. Fyrstu frásagnir lyfsins birtust í þýskum ritum 1939 og í einstökum enskum bókum 1924 og 1943 og einkenndust þær frá- sagnir fyrst og fremst af verkja og róandi áhrifum svo og krampa og „euphoriskum” áhrifum. Verkjastillandi áhrif eftir að lyfinu hefur verið dælt í vöðva hefjast innan 10 mínútna og eru hámarksáhrif eftir 1 klst. og hverfa alveg á nokkrum klst. Ahrif 100 mg petidins eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.