Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 4

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 4
f/WA ijofel Árið 1895 var í fyrsta sinn reynt að nota sláttuvél á íslandi. En fyrstu sláttu- vélarnar sem notaðar voru með góðum árangri, bæði á tún og engjar, voru sænskar Arvika- vélar er fluttust til landsins 1907. Sumar HERKULES- sláttuvélarnar, sem keyptar voru 1907, eru árlega notaðar fullum fetum, og munu vafalaust endast í nokkur ár ennþá. — Er þannig fengin hin fullkomnasta innlend reynsla um endingu og gæði þessara véla. Nýju Herkules-vélarnar eru endurbættar og útbúnar í fullu samræmi við nýjustu rannsóknir og tilraunir á því sviði, og hafa þessvegna ýmsa yfir- burði yfir hið venjulega. Þær eru smíðaðar úr völdu sænsku stáli, og ekkert til þess sparað að gera þær sem bezt nothæfar við mismunandi staðhætti. Þessvegna vinna þær framúrskarani vel á allskonar landi, ef það á annað borð er vélfært. — — Þeir sem ætla að fá sér sláttuvélar á komandi sumri, ættu að kynna sér umsagnir og reynslu þeirra er keypt hafa Herkules-vélar. Hér birtast nokkur sýnishorn af umsögnunum: Hvanneyri 30. des. 1925. . . . . Ég kom meö sláttuvél með mér hingað að Hvann- eyri 1907, — Herkules. Hefir hún verið notuð töluvert á hverju ári síðan. Er enn til og vel nothæf. Nú á ég 3 (Herkules) sláttuvélar. Virðingarfyllst, Halldór Vilhjálmsson. Bændaskólinn á Hvanneyri, 20. okt. 1928., Ég keypti í sumar nýja 4’ Herkules-sláttuvél hjá S. í. S. Notaöi ég hana á engjar og tún, bæði fyrri og seinni slátt. Vélin reyndist mér í alla st2Öi framúrskarandi vel. Létt í drætti, traust og hljóðgeng og sló svo vel, að unun var á að horfa. tialldór Vilhjálmsson. 1914 keypti ég Herkules-sláttuvél og hefi í öll árin síðan notað hana á áveituengi og vallendi og oft með heyskúffu. Vélin hefir reynst mér mjög vel og ekkert bilað, svo teljandi sé, í öll þessi ár. Er ég mjög ánægður með vélina. 13. nóv. 1928, Þórðttr Magnússon, bóndi í Hvítárholti. Síðastliðið sumar keypti ég sláttuvél Nýja Herkules< hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Líkaði mér vélin mjög vel og er mjög ánægður með hana. Sló ég með henni bæði harðlent land (bakka) og votlent mosaland. Geri ég engan mun á slætti vélarinnar á þessu landi, — auðvitað með mismunandi stemn- ingu. Sérstaklega finst mér gæði vélarinnar í því fólgin, hvað hún hefir fjölbreyttar stemningar eftir staöháttum, fram yfir aðrar vélar sem ég hefi séð, og get því gefið henni beztu meömæli. Hvammi, Vatnsdal, 5. nóv. 1928, Steingr. Ingvarsson. Lækjarhvammi (við Reykjavík) 27. okt. 1928., Síðastliðiö vor keypti ég Herkules-sláttuvél af S. I. S. Sláttuvél þessa notaði ég í sumar, og reyndist hún mjög vel. Hefi ég slegið með henni um 100 dagsláttur af túni og nokkuö af engjum og hafragrasi, bæði hjá sjálfum mér og öörum, og töldu allir er ég sló fyrir, jafnvel slegið og með liá væri. . . . Einar ólafsson. St. í Reykjavík, 20. apríl 1928. Undirritaður keypti Herkules-sláttuvél á síðastliðnu sumri hjá S. í. S. og sló með henni eingöngu á túnum. — Reyndist hún ágætlega, var nærslæg, lipur og létt í drætti og er ég mjög ánægður með hana. Bjarni Ásgeirsson, Reykjum. Mér undirrituðum, sem síðastl. sumar notaði Herkules- sláttuvélina frá Samb. ísl. samvinnufélaga, er ánægja að lýsa yfir því, að okkur líkaði vélin ágætlega. Hún er létt í drætti. Hún er þægileg og einföld með að fara. Hún hefir góða lyftingu og^ slær vel hverskonar land sem vera skal. Ási (í Holtum) 6. nóv. 1928, Ásgeir B. Jónsson. Herkules-rakstrarvélar og Herkules-snúningsvélar eru jafn vandaðar eins og sláttu- vélarnar. Athugið vandlega, hvort þér getið ekki aukið notkun þeirra við sláttuvélanotkunina. Leitið frekari upplýsinga hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Það hefir altaf birgðir af Herkules- vélum og varahlutum i þær, og Ieiðbeinir um val vélanna, eftir því sem við á á hverjum stað. Virðingarfyllst ARWIKA-VERKEN.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.