Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 10
70 F R E Y R best og þannig er engin hætta á að hann brenni blöð jurtanna. Þegar blöðin eru þur hrynur áburðurinn strax af þeim til jarðar. Séu þau aftur á móti rennvot getur áhurðurinn leyst upp í vætu þeirri, er á blöðunum situr, sú upp- lausn orðið of sterk og hrent blöðin. Þetta þarf þó ekki altaf að verða. Eg þekki mörg dæmi til þess, að tilbúnum áburði hefir verið dreift í vætu með ágætum árangri, en þessi hætta er þó oft til staðar, einkum á breiðblöðuðum jurtum, t. d. á höfrum, og þegar illa er dreift. Hinsvegar er gott að fá vætu eftir að búið er að dreifa áburðinum, en hvort það er nauðsynlegt skilyrði fyrir góðum verkunum áburðarins er mikið vafa- mál. Margt bendir til þess að næturdögg sé nægileg til þess að leysa tilbúinn á- burð upp nægilega fljótt, að minsta kosti hinar auðleystu tegundir hans. Einnig mælir margt með því, að tilbú- inn áburður muni ekki tapa neinu veru- legu af næringarefnum þótt hann liggi i þurkan ofan á yfirborði jarðar, eins og á sér stað í stórum mælikvarða með búfjáráburð. Næringarefni tilbúms á- burðar eru í flestum tegundum bundin i órok-kendum söltum, sem ekki eða lítið geta gufað upp við venjulegan lofthita. En i búfjáráburði er mikið af köfnunar- efninu bundið i kolsúrri stækju, sem er mjög rokkend og gufar auðveldlega upp (sbr. stækjulykt í búpeningshúsum). Hvernig á að dreifa tilbúnum áburði? I sumar hefi eg komið á rúmlega 100 bæi þar sem notaður var útlendur á- burður. Á örfáum bæjum — 5—6 — var honum vel dreift, en venjulega var útlitið þar sem liann bafði verið borinn á, toppar með legugrasi, en snöggar skellur á milli. Það gefur að skilja, að áburðurinn notast ekki vel á þennan Iiátt. Verkanir hans eru allmikið undir dreifingunni komnar. Það er töluvert vandaverk að dreifa tilbúnum áburði svo vel sé. Flestir gera það á þann hátt, að þeir dreifa með bægri bendi úr greip sinni til beggja hliða og fram fyrir sig reglulaust, um leið og þeir ganga áfram. Á þennan liátt kemur áburðurinn i smágusum, sem falla til jarðar án þess að dreifa verulega úr sér. Tilbúnum áburði þarf að dreifa þannig, að hann falli alstaðar jafnt niður sem úðaregn. Gott er að gera það á eftirfarandi hátt: Haldið er á fötu með áburðinum í eða undir vinstri hendi. Með hægri hendi er tekin lítil handfylli af áburði og um leið stigið fram vinstra fæti. Hendinni er sveiflað út til hægri með luktum hnefa, þannig að sem minst falli niður af áburði; um leið er hægra fæti stigið fram. Nú er hægri hendi sveiflað fram og upp, linefinn opnað- ur og áburðinum þannig lcastað snögt í boga fram, upp og til vinstri. Við þetta kemst loftið undir áburðinn, þannig að bann dreifist og fellur jafnt niður. Best er að dreifa þegar lygnt er eða dálítil gola, ekki gerandi í hvassviðri. Best er að dreifa áburðinum báðar leiðir (fram og aftur) og gott að venja sig á að dreifa einnig með vinstri hönd. Aðal- vandinn verður þá að hafa hæfilega iangt á milli, þar sem gengið er, að ekki verði autt bil þar á milli. Gott er að dreifa í „takt“ eins og lýst liefir verið, stíga tvö spor fram meðan einu sinni er dreift; við það verður verkið betur af bendi leyst. Gott er fyrir óvana að dreifa ekki í einu meiru en svo, að bægt sé að fara

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.