Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 17
F R E Y R 77 legginn, til að skoða lieyið, var það bleikt á litinn og aðeins volgt i því. Á einum stað notaði eg part af 1 þm. vatnsleiðslupípu. Hún hitnaði nokkru meira en hinar pípurnar, og vegna þess að hún var jafnvíð og þyngri i sér en þær, hætti henni við að falla aftur nið- ur í lioluna. Allar pípurnar, sérstaklega þó vatns- ieiðslupípan, hlotnuðu allmikið líka heymegin, en af því leiddi að dálítill mygluhringur (Vi—IV2 cm.) varð í liey- inu utan um pípurnar. Þessu til varnar eru götin á pipunum, því gegnum þau leiðist hitagufan úr heyinu inn i sjálfa pípuna og eru þau því nauðsynleg. Lík þessu, sem nú var sagt, héfir reynslan um þetta verið liér síðan, og er því fáu við hana að bæta beinlínis. En lítilsháttar frásögn og atliugasemdir er þetta snertir, og meðferð á þurkuðu lieyi alment, ætla eg þó að setja hér að lokum. Á hlöðunni, sem hér hefir verið nefnd eru 4 heyop. Þegar eg hefi liirt og rýkur úr pípunum læt eg þau öll standa opin, ef veður leyfir. Auk heyopanna eru alt í kring um hlöðuna á stöfnum og hlið- um neðan undir þakbrún 32 vindaugu með 1 meters millibili; þau eru ca. 15 cm. í þvermál. Gegnum þau á að leika dragsúgur yfir heyinu. Á vetrum til varna þau hrími innan á járninu, en á sumrum til að þurka burtu sagga, er fram kemur þegar liitnar í heyinu. -— Þessi tilhögun kemur að mjög góðu haldi nú í sambandi við pípurnai. Margir liafa þessi árin séð hevið í ldöðunni hjá mér á vetrum, og undrast hve það hefir verið í góðri verkun i svo liárri heystæðu. Hefi eg þá stundum sýnt þeim pípunar, og sagt þeim livern þátt þær eiga í verkuninni, því siðan eg vissi liversu þær blessuðust, hefi eg ekki farið neitt dult með þetta, en það gerði eg fremur áður, því eg vildi ekki með þessu vekja umtal eða tálvonir lijá neinum. Nokkrir liafa spurt mig um, hvort eltki mætti hirða ver, ef maður liefði pípur. En eg liefi eindregið ráðið frá því að svo komnu. Til þess að leysa úr þeirri spurningu þurfa tilraunir, sem mig að vísu liefir langað til að gera. En eg hefi ekki séð mér fært ennþá að fórna miklu lieyi til þeirra. Enn sem komið er lít eg á þetta sem nauðvörn í óþurkatíð. 2 eða 3 menn veit eg til að hafa tekið þetta upp, en svoleiðis að vefja saman lieilar bárujárnsplötur og setja í heyið, en þótt að því sé nokkur vörn er auð- sætt, að miklu betra er að hafa pípur, líkt og þeim hefir verið lýst hér, þvi það er lítils um vert að spara sér smíðina. Einhverjum kann að detta i hug, að smiða heypípurnar úr tré, og vegna þess möguleika vil eg benda hér á, að það er ekki ráðlegt vegna þess: 1. Að tréð er fult svo dýrt, en endist ver. 2. Að tréð þrútnar og þyngist við ralc- ann og er þvi verra í meðförum. 3. Tré er vondur liitaleiðari, og trépípa gerir meðal annars af þvi ekki það gagn, sem ætlast er til, en gagnið er aðalatriðið. Þessu er öllu gagnstætt farið með píp- ur úr járni. Þær leiða hitann og rakann beinlínis og tafarlaust burt úr heyinu. Auk þess ber vaxandi og þverrandi hiti þeirra hoð neðan úr heyinu um ástand þess. Þetta getur maður vitað, aðeins með því að taka á þeim. En nánar er hægt að komast eftir þessu með því að mæla gufuliitann í þeim með hitamæli. Eftir óþurkasumrin eiga margir um

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.