Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 19
F R E Y R 79 Náttúrlega skemmast flöt hey mikið ef þau fá á sig rigningu. Eru oft stór- skemd af dropum, sem ná niður í botn víðsvegar. Annars álít eg að menn geri réttast í að hætta alveg við að hafa torf á heg- um, einnig yfir veturinn. Eg (og fleiri) hefi reynt þetta og lán- ast mjög' vel. En þá þarf vandaðan frá- gang að síðustu og nokkuð sérstakan, sem eg sleppi að lýsa hér, með þvi að þetta er orðið lengra mál en eg gerði ráð fyrir í byrjun. En að síðustu þetta: Um verkun á heyjum á sérstaklega vel við sígilda spakmælið: „Ekki er minni vandi að gæta fengins fjár, en afla þess“. Höfum það liugfast! Borgum, 1. febr. 1929. Hákon Finnsson. Verslunarskýrslur. fyrir árið 1927 eru nýkomnar út og flytja að vanda ýmiskonar fróðleik. — Nokkur atriði, er standa í sambandi við húnað vorn skal bent á. Inn- og útfluttar vörur voru: Innflutt kr. Útfiutt kr. 1896—1900, meðalt. 5.966.000 7.014.000 1921—1925 — 56.562.000 64.212.000 Á þessu tímabili liefir því inn- og út- flutningur nær 9-faldast. Verð innfluttrar vöru 1927, fJokkað eftir nokkrum vörutegundum, var í hlutfallstölum: Matvæli ....................... 14,2% Munaðarvörur . 9,0— Vefnaðarvörur og fatnaður .... 14,6— Heimilismunir og til persónu- legrar notkunar ............... 6,6— Ljósmeti og eldsneyti .......... 14,3— Byggingarefni .................. 9,1— Til sjávarútvegs ............... 15,3— Til landbúnaðar ................ 2,3— Til ýmislegrar framleiðslu .... 14,6— Það sem hér stingur sérstaklega í augu er liinn mikli innflutningur af vefnaðarvörum, sem 1927 kostaði alls um 7% milj. kr. Enginn vafi er á að vcr gætum að mestu sparað kaup á þessum varningi, ef vér kynnum að vinna ull vora og klæðast eins og veðr- átta lands vors bendir til. Árleg neysla af munaðarvörum var pr. mann: Kaffi Sykur Tóbak kS- kg- kg. 1881—85, meðalt. 5,4 7,6 1,2 1921—25 6,0 33,4 0,9 Eftir þessu liefir kaffinotkun aukist að litlu, sykureyðsla meir en fjórfald- ast, en tóbakseyðsla minkað. Innflutningur jarðepla hefir síðan 1923 verið um 20 þús. tunnur árlega. Árið 1927 nam liann 2.093.000 kg., sem kostuðu kr. kl6M6.00. Þennan innflutn- ing' gætum vér vel sparað, því enginn vafi er á, að vcr sjálfir gætum liæglega ræktað öll jarðepli sem vér þörfnumst. Á siðari árum hefir jarðeplaræktin auk- ist nijög mikið og vonandi líður eigi á löngu áður en hægt er að fullnæg'ja þörf landsmanna. Jarðeplauppskeran var: 1885 3000 tn. 1905 25100 — 1925 34000 — 1927 42000 — Innfluttar mjólkurafurðir. Niðursoðin mjólk hefir þessi árin (1923—27) verið flutt inn svo að nem- ur 300—400.000 kg. árlega, og verð liennar nam 1927 nær 300.000 kr. Þetta

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.