Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 8
F R E Y R .68 Verð tilbúins áburðar. — Enda þótt bændum þyki all-tilfinnanlegt að kaupa mikið af tilbúnum áburði, þá verður þó ekki með sanni sagt, að hann sé dýr nú sem stendur, bvorki þegar miðað er við verð hans fyrir strið, né verð afurð- anna, er liann framkallar. Verð tilbúins áburðar er nú lægra en fyrir stríð, en allar landbúnaðarafurðir og aðrar nauðsynjar i miklu hærra verði t. d. hey, kjarnfóður, kol o. s. frv. Eins og ég liefi áður fært nokkur rök fyrir hér i blaðinu, tel ég það borga sig betur að brenna sauðataði og kaupa útlend- an áburð en að kaupa kol og bera sauðataðið á, þar sem ilt eða ekkert mótak er. Það er og litlum vafa bundið, að betra er að auka töðufenginn með til- búnum áburði heldur en að heyja á lé- legum engjum. Og ennfremur mun hver fóðnreining verða talsvert ódýrari í töðu en kjarnfóðri. Hver fóðureining i kjarnfóðri mun kosta um eða yfir 30 aura. Séu lögð 2 kg. af töðu í fóðurein- ing þá má framleiðsuverð töðunnar vera 15 aura livert kg áður en hún verður jafndýr og kjarnfóður*). Stund- um getur taða þó elcki að öllu leyti komið i stað kjarnfóðurs t. d. handa hámjólka kúm, til þess að bæta upp ruddahey o. s. frv. Tilbúinn áburður er skilyrði fjTÍr verulegum framförum í nýrækt. Það er að vísu tilfinnanlegt, í fjTstu, að kaupa mikið af bonum, á meðan bændur geta ekki, fyrir það, sparað verulega í til- kostnaði við beyskapinn. En eftir nokk- ur ár, þegar túnin eru stækkuð um *) Framleiðsluverð töðu fer sennilega sjaldan fram úr 10 aur. pr. kg. Annars væri fróðlegt að athugulir bændur sendu „Frey“ reynslu sína bæði i þessu efni og öðrum. Bændur gera of lítið af þvi að rita í búnaðarblöðin. helming, véltæk og grösug, þá mun eng- inn efast um það, að áburðarkaupin liafa borið margfaldan ávöxt. Islenskir bændur eru nú alment að byrja að rækta, nerna nýtt land. Og vegna tím- anna, sem við lifum á, verður sú rækt- un að vera stórstig. Tilbúinn áburður og búfjáráburður. Það er töluvert algeng skoðun hér á landi, að tilbúinn áburður geti ekki að fullu leyti komið i stað búfjáráburðar. Hann geti e. t. v. dugað í nokkur ár, en jarðvegurinn þurfi við og við að fá skamt af búfjáráburði til þess, að halda við fullu frjómagni. Þessi skoðun er á engum rökum bygð. I Gróðrarstöðinni á Akureyri eru til túnblettir ca. 15 ára gamlir, sem ald- rei liafa fengið annað en tilbúinn áburð og eru ekki í sjáanlegri afturför. Við tilraunastöðina Askov í Danmörku hefir tilbúinn áburður verið notaður á sand- kenda jörð í yfir 30 ár án afturfarar í uppskerunni o. s. frv. Tilbúinn áburður getur víðast eða alstaðar að fullu leyti komið í stað bú- fjáráburðar. I nýrækt á þó best við að bera búfjáráburð og herfa hann nið- ur strax. En sennilega má einnig nota þar tilbúinn áburð, aðeins ef notað er nógu mikið af honum, tvöfaldur til fjór- faldur skamtur. Hvaða tegundir af tilbúnum áburði á að nota? Það fer mjög eftir kringumstæðum. Á ræktargóð tún dugir oft saltpétur eingöngu í nokkur ár, 1—3 eða svo. En af því að saltpétur er einhæfur áburð- ur (hefir aðeins köfnunarefni), nægir liann ekki lil lengdar. Víðast mun því þörf á að nota alhliða áburð, saltpétur, superfosfat og kalí, eða nitrophoska, sem er blandaður alhliða áburður. Sumstað- ar dugir saltpétur og superfosfat um

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.