Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 21

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 21
F R E Y R 81 Leirsteypuhús Öll dag- og vikublöðin hafa að meira eða minna leyti getið um, að á vegum Búnaðarfélags Islands hefir i sumar ferðast hér um norskur kennari, A. Lieng, og gert tilraunir með að byggja húsveggi úr jarðvegi. Lesendur „Freys“ munu því allir hafa lieyrt þessa getið, og verður því hér aðeins drepið á þœr Leirsteypuhús í Noregi. tilraunir, sem framkvæmdar voru hér i sumar. íslenskt nafn á byggingaraðferð þess- ari hefir verið nokuð umdeilt, og er hér notað það nafnið, sem Lieng sjálfum þótti einna réttast, þ. e. leirsteypa. Mold- steypa eða jarðsteypa er hvorugt eins rétt, sem síðar mun bent á. Hr. Lieng kom hingað 21. júlí og ferðaðist þá austur að Sámsstöðum í Fljótshlíð, þar eð ákveðið var að þar skyldi bygt liús úr leirsteypu. Fyrir húsinu var grafið í hól og var þar sand- ríkur laus moldarjarðvegur og í 1 m. dýpt þétt sandliella. Var steyptur grunn- urinn undir veggina 40 cm. hár. Voru í fyrstu gerðar tilraunir með mold þá, er upp úr grunninum var grafin, reyndist hún of fín og laus, ldestist hún í mótin ef hún var notuð rök og molnaði öll er hún þornaði. Var síðan leitað eftir hæfi- legu efni um nágrennið, og að lokum ákveðið að nota móhelluklöpp að % og rauða járnríka mold að Móliellan ein harin saman reyndist mjög hörð og stökk, en var moldinni ætlað að bæta liana nokkuð, þar sem ekki fanst betra efni fyrir hendi til að blanda með Er þessu efni liafði verið ekið á stað- inn var ákveðið að hr. Lieng ferðaðist norður til Akureyrar áður en veggirnir væru barðir á Sámsstöðum. 12. ágúst lagði Lieng á stað til Akureyrar land- veg og rannsakaði byggingarefni á leið- inni þar sem því varð við komið. Á Naustum við Akureyri, þar sem bygt var hús, gekk það eins og á Sámsstöð- um, að ekki rcyndist nothæft sem bygg- ingarefni það sem grafið var upp úr grunni liússins, en þar í nágrenninu náðist í nokkuð af smiðjumó, og var liann notaður sem bindiefni með öðr- um jarðvegi. Þegar hr. Lieng kom frá Akureyri 28. ágúst fór hann ásamt 8 mönnum austur að Sámsstöðum, til að byggja upp vegg- ina á húsi því, sem áður var frá horfið. Við nýja rannsókn á sýnishornum þeim, sem tekin höfðu verið af efninu, sem nota átti í búsið, kom í Ijós, að þau voru ekki svo góð sem skyldi. Járnríka rauða moldin, sem blönduð hafði verið í móhelluna, sýndi sig að vilja molna upp við þurk í stað þess að harðna. Það vantaði leir, og einmitt af þessum á- stæðum kemur nafnið leirstevpa, til að benda greinileg á, að það er leir sem þarf til að binda efnin saman í slíkum veggjum. Var leitað að leir um ná- grennið, og smiðjumór, tekinn við P»ang- á, notaður til að blanda í byggingar- efnið, og úr þeirri jarðvegsblöndu voru veggirnir hlaðnir. Þegar Lieng kom að austan hélt hann

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.