Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 14
74 F R E Y R vilcur voru lil vetrar. Útsæðið var ein skeppa, liæð grassins 2 álnir. Einnig var plægður blettur hér um bil 50 ferh. faðmar, sem var látinn standa óálirærð- ur, til þess vorið 1852, og aðeins flutt þangað hnausar og ýmislegt rusl, er var brent og undirbúið sem þurfti. síð- an var sáð í blett þennan höfrum og fengust 3 baggar af heyi. Til byggs var og sáð með einni skeppu af tvíröðuðu og sexröðuðu byggi á þrem stöðum, þroskaðist það svo vel, að víst mundu hafa fengist tvær tunnur, í staðinn fyrir einar 5 skeppur af byggi, ef hrakviðri befðu ekki upp á komið og skemt stór- um. Til byggsins var sáð 3 vikum af sumri, en það var slegið þá 21 vika var af. Hæð byggsins var 214 alin. Gras þetta reyndist betur til holda en mjólk- ur, en hafrarnir þvert á móti, eru þeir jafnir há að gæðum og eins þurlcvandir. Einnig var sáð til spergels, er þroskaðist vel. Tilraununum með plægingu og sáningu var á þessum árum víða haldið áfram á Norðurlandi, sérstaldega í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Sæmundur Eríksson jarðyrkjumaður plægi þar víða á ár- unum 1856------1859 og sáði sumstaðar byggi og höfrum. Eigi er þess getið að kornið liafi þroskast, en hafraheyið var viða notað til skepnufóðurs. Á Húsavík var 1856 girt og plægð landspilda, sem var 514 dagslátta að stærð, og fengust úr garði þessum 80 hestar af vænu bandi af góðu hafraheyi, árið eftir að eins 50 hestar, 1858 70 liestar. Bygg- ræktin virðist alstaðar hafa mishepnast í þessum héruðum og árangur tilraun- anna var aðeins fastari sannfæring um, að það væri grasræktin sem borgaði sig best ....“. Á síðustu áratugum aldarinnar gerði landlæknir G. Schierbeck nokkrar til- raunir ineð kornrækt. Hann fékk full- þroskað bygg sum árin, en önnur var uppskerubrestur. Tilraunir með akuryrkjn á 20. öld. Um aldamótin komu tilraunastöðv- arnar til sögunnar, í Reykjavík og á Akureyri. Þar liafa verið gerðar til- raunir með kornyrkju. Á báðum stöð- unum hefir fengist fullþroskað bygg í flestum árum. Hafrar liafa einnig orðið fullþroskaðir hetri árin, og um 10 ára skeið félkst vetrarrúgur fullþroskaður á Akureyri. I stærri stíl hafa þessar kornyrkju- tilraunir verið gerðar á Sámsstöðum í Fljótshlíð tvö liin síðustu ár. Þær hafa gefið góða raun, enda hefir árferði ver- ið liið besta. Getur Island orðið kornyrkjuland? Af framansögðu er Ijóst, að nokkrar korntegundir geta þrifist hér í hinum veðursælli sveitum og í góðæri. I út- kjálkasveitum og þar sem veðrátta er óblíðari kenxur aldrei til mála með nokkra kornyrkju. í veðursælli sveitun- um verður kornyrkjan einnig óviss í liörðum árum, í kuldum og hráslaga tíð, jafnvel þó alls sé gætt, sem þörf er á, svo að ræktunin sé í góðu lagi. Kornyrkjan gefur liinsvegar litlar tekj- ur, því hér verður eigi að tala um ann- að en snemmvaxnar korntegundir, og eftirtekjan af þeim er minni en af þeim sem þroskast á lengri vaxtartíma. Vér hyggjum því að kornyrkjan hafi eigi verulega þýðingu á landi voru. Það getur verið gott og blesað að gera nokkrar tilraunir með liana og sjá hverju fram vindur, en almenna þýð- ingu mun liún ekki fá hér á landi. Hins- vegar mun það liafa almenna þýðingu að rækta hér korntegundir, einkum hafra, til þess að nota grasið tii fóð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.