Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 6
66 P R E Ý tl lok. Annars skiftist fundurinn i marg- ar deildir, eftir málefnum, og gátu menn þá valið eftir þvi sem hverjum best þótti, hvern fund þeir sátu. Búnaðarþingið setti A. Rindell pró- fessor, formaður finsku deildarinnar. Þar næst hélt forstjóri J. E. Sunila fyr- irlestur um búnað Finna. Þá skiftist fundurinn og um 60 fyrirlestrar voru lialdnir i ýmsum deildum. I fundarlok hélt eg fyrirlestur um húnað á Islandi, og sýndi um leið skuggamyndir héðan. Þá flutti búnaðar- málaráðherra Finna U. Brandir fyrir- lestur um Finnland sem búnaðar- og ferðamannaland. Þessir tveir fyrirlestrar voru fjölsótt- astir á búnaðarþinginu. Eftir þá fóru fram fundarslit og menn skiftust i flokka, sem dreifðust víðsvegar um Finnland, til að sjá eitt og annað er markvert þótti. Eg fór með þeim flokki, sem ferðaðist fyrst austur og síðan norðureftir Finnlandi. Sú ferð varaði í 6 daga, og var mikið og margt að sjá á því ferðalagi. Leiðsögumaður farar- innar var búnaðarmálaráðherra. Vér sáum á þessu ferðalagi marga af hin- um fegurstu stöðum á Finnlandi, heim- sóttum skóla, tilraunastöðvar, bænda- býli o. fl. o. fl. Vér sjáum oss eigi fært að skýra ít- arlega frá þessu ferðalagi, eða þvi sem fyrir augun bar á þessari Finnlandsför, en til fróðuleiks skal hér skýrt frá nokkrum atriðum viðvíkjandi búnaði Finna og framkvæmdum síðustu ára. Finnland liggur á milli 60 og 70° n.- br. Þannig að nokkru á sama breiddar- stigi og ísland, en bæði suðurfyrir og norðurfjTÍr. Stærð landsins er 388 þús. km.2, þar af 12% vötn. Finnland er því rúmlega þrisvar sinnum stærra en Is- land. Af Finnlandi er 6% talið ræktað land. í Noregi er það 2%, Sviþjóð 8% og Danmörk 68%. Af Islandi er aðeins ræktað 0,25%. Ræktunarskilyrði eru mjög mismun- andi i Finnlandi. Suðurbluti landsins er vel fallinn til ræktunar, í sumum hér- uðum þar er meira en % ræktað land. I norðanverðu Finnlandi er veðrátta köld, landið lirjóstrugt og lítil ræktun. Ibúatala Finnlands er 3,5 milj. Af land- búnaði lifa: I Finnlandi .......... 65% - Svíþjóð .............38% - Noregi ............. 33% - Danmörku ........... 33% - íslandi ............ 44% I Finnlandi er fjöldi af smábýlum, þannig að % hlutar af jörðunum, 250 þús. jarðir, eiga minna en 10 lia. af ræktanlegu landi. Aðeins 900 jarðir er talið að eigi meira en 100 ha. af rækt- anlegu landi. I Finnlandi eru miklir skógar. Það sem eigi er ræktað er að mestu skóg- ar og vörn. Mikill hluti af skógunum er furu- og greniskógar, en þar eru líka einkar fallegir bjarkarskógar, trén með þráðbeinum stofni um 30 m. háum. Skógarnir veita Finnum mikla atvinnu, % allra tekna landsins er talið að komi frá skógunum. I Finnlandi hefir skógrækt verið aukin mikið síðari árin, og' stórar tilraunastöðvar verið settar á stofn í þeim tilgangi. Af liinu ræktaða landi er nær % ræktaður með korntegundum, hitt með grasi, og nokkuð með rófum og jarð- eplum. Af búpeningi er talið að sé í Finn- landi: 300 þús. hestar, 1,3 milj. af naut- peningi. Af sauðfé og svínum er frem- ur fátt.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.