Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 12
72 F R E Y R yrkjutilraunum. Yér setjum hér kafla úr þeirri skýrslu: „Á fjTri hluta 18. aldar tóku margir íslenskir rithöfundar að skrafa og skeggræða margt um endurreisn ís- lenskra atvinnuvega, og mintust þá flestir á kornyrkjuna fornu og hvöttu margir þeirra stjórn og þegna ákaft til að taka hana upp aftur, en sumir höfðu litla trú á að hún yrði að gagni. Út af þessu spruttu ýmsar verklegar tilraunir. Arngrímur Þorkelsson Vídalín skóla- meistari í Nakskov, samdi 1701 rit um framfarir íslands; þar telur hann með- al orsaka til afturfarar landsins af- rækslu kornyrkjunnar og vill láta taka hana upp aftur. Hann vill láta senda jarðyrkjumenn úr ýmsum héruðum i Danmörku til Islands, til þess að sá og plægja, með því geti menn best séð, hver jarðyrkjuaðferð sé hentugust. Hann segir að korn þrífist svo vel í Fær- eyjum, að ein tunna útsæðis gefi af sér 16—20 tunna uppskeru. Nú sé náttúra Islands hin sama og á Færeyjum og þvi sé engin ástæða til að ætla annað, en að korn þrífist þar eins vel. Þorsteinn Magnússon sýslumaður í Rangárvalla- sýslu var á öðru máli, hann segir 1744 að víða á landinu muni kornyrkja ekki geta þrifist, sakir kalsa og vætu á sumr- um og hvergi mundi hún svara kostn- aði, því þó dálitið geti þrifist á Suðurlandi, þá mundi það verða alt of mikil timatöf fyrir bændur að plægja og sá, svo þeir fengju engan tíma til að stunda heyskap og fiski- veiðar. Á sama máli er Þorsteinn Sig- urðsson sýslumaður í Norður-Múla- sýslu, liann segir 1745 að akuryrkja geti ekki þrifist, því sumarið sé of stutt og kalt, og hún muni ekki borga sig fyrir bændur, sem auk þess megi ekki missa mykjuna. N. Horrebow hefir 1751 fulla trú á því að korn geti vel þroskast á Is- landi og lieldur að melkornið í Skafta- fellssýslum muni vera leifar af korni fornmanna, sem hafi lialdist og sáð sér sjálft. F. \V. Hastfer (1757) hefir enga trú á akuryrkju, en Thomas Balle ætlar hana þýðingarmikla, sérstaklega tóhaks- rækt, því tóbak muni alstaðar geta vax- ið á Islandi.... Um miðja 18. öld vaknaði töluverður áhugi hjá stjórnarvöldunum á að end- urbæta íslenska jarðrækt og endurnýja forna kornyrkju á Islandi. Árið 1745 hafði Chr. Pingel amtmaður sáð korni á Bessastöðum og voru góðar horfur á að það hepnaðist vel. Árið 1749 sótti Björn Markússon sýslumaður i Skaga* fjarðarsýslu um styrk til að gera til- raunir með kornrækt, veitti stjórnin honum 14. apríi 1750 200 rd. krónu- myntar til að kaupa verkfæri, útsæði og til kaups fyrir verkstjóra. Meðal framfara-uppástungna þeirra sem Skúli Magnússon landfógeti lagði fyrir stjórn- ina 1751 var einnig sú, að senda skyldi til íslands 15 fjölskyldur frá Jótlandi og' Noregi til þess að setjast þar að og taka upp akuryrkju. Þeir áttu að fá hentugt jarðnæði, skepnur, plóga og önnur áhöld gefins og ókeypis fram- færslu þangað til þær gætu lifað af jörðunum. Stjórnin féllst á þessar til- lögur, sem kostuðu mikið fé og fyrir- liöfn, en urðu alveg árangurslausar livað kornyrkjuna snerti. Tillaga þessi var eins og margar aðrar uppástungur Skúla fógeta, fljótlmgsuð og ekki bygð á nægilegri þekkingu og athugun. Lík- lega liefir Niels Horrebow, vinur Skúla, átt þátt í þessum bollaleggingum, en hann hafði mikla trú á kornyrkju á Is- landi. Eins og til stóð, fóru þessir 15 bændur til íslands með skuldalið sitt, var þeim dreift urn landið, sumpart

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.