Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 24

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 24
84 F R E Y R Nýyrkju framkvæmdir. I síðasta tölublaði „Freys“ í fyrra rit- aði Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri, grein með þessari fyrirsögn: Öll tún á landinu eiga að vera slétt og hálfn stærri en nú, að 5 árum liðmim. Þcssi grein vakti töluverða eftirtekt, og liefir liöfundinum og Búnaðarfélag- inu borist fjöldi bréfa þar að lútandi. Vér birtum hér kafla lir nokkrum bréf- um, er oss hafa borist þessu viðvíkj- andi: Formaður Búnáðarfélags Grindavík- urhrepps skrifar: En hvað það atriði snertir, sem þér minnist á, að auka túnin um helming á næstu 5 árum, þá er ég hræddur um að við hér verð- um þar aftarlega, af góðum og gildum ástæðuin. Hér má heita, svo sem yður ef til vill er kunn- ugt um, að hver ræktanlegur blettur sé upptek- inn og enda meir en það, þar sem reynt hefir verið að rækta upp sjálft hraunið, þar sem nokk- ur tök eru til. Er sérstaklega lítið um ræktanlegt land hér í Járngerðarstaða- og Þórkötlustaða- hverfi, en aftur -frekar i svokölluðu Staðarhverfi og mætti ósk yðar þar frekar verða að virkileik". Andrés Gíslason, Hamri í Múlahrepp, skrifar: „.... Hinsvegar finst manni ótrúlegt að hægt sé, með vorum erfiðu staðháttum, að stækka tún- in um helming á einum 5 árum, þegar 30—40 ár þurfi til að bæta gömlu túnin. Þó er vafamál hvort meira þrekvirki er, samanborið við þau skilyrði, sem nú eru fyrir höndum". Guðm. Gíslason, Staðarbakka i Húna- vatnssýslu, skrifar: „.... Hvað viðvíkur framkvæmdum í þessu búnaðarfélagi, þá eru þær að vísu enn i of smá- um stíl. En nú er fyrst fyrir alvöru vaknaður almennur áhugi fyrir jarðræktinni, og þó ég eklii búist við að hægt verði að stækka túnin um lielm- ing á næstu 5 árum, vegna þess líka að svo mik- ið er ógert við gömlu túnin, þá vona ég íastlega að þau taki mildum framförum á næstu árum, ef ekkert sérstakt kemur fyrir“. Kristinn P. Briem, Sauðárkróki, skrifar: „.... Eg tek eftir að þér teljið mjög æskilegt að túnin hérna stækki um helming á næstu 5 árum. Þó svo verði kanske ekki, þá má telja vafalítið að í lieild sinni verði að þeim tíma liðnum komið í rækt helmingi stærra land, en nú er fullræktað hérna. Hvað snertir héraðið yfirleitt þá má búast við að með komu dráttarvéla til jarðvinslu, aukist nýrækt að miklum mun, ekki sist ef á næstunni rís hér upp mjólkursamlag, er skapar aukna þörf fyrir túnræktina“. Sveinn Stefánsson, Tunguliálsi, skrif- ar: — „.... Þér biðjið um álit okkar, um hvort hægt sé að stækka tún okkar um helming á næstu 5 árum. Málefni þetta mun ég bera undir næsta bún- aðarfélagsfund til atliugunar. Mitt álit er að hægt sé að framkvæma þetta, með nægum áhuga og fé, en til þess þarf fyrst og fremst; 1. a. Vinnuflokk til framræslu. h. 1—2 góða plægingamenn með vana hesta, til að vinna stærra þýfi. c. Dráttarvél með fullkomnum jarðræktarverk- færum, til þess að herfa og vinna smá- þýfða jörð. 2. a. Hentug lán með vægum vöxtum. b. Föst lán yfir lengri tima til verkfærakaupa. c. Rekstrarlán til þess að greiða vinnulaun, fræ, áhurð og girðingarefni, sem nauðsyn- legt er við stærri ræktun. Þannig að lánið fáist til að greiða áðurnefnda liði, þar til að rikissjóðsstyrkur er útborgaður á hvers árs framkvæmdir ....“. Steinólfur E. Geirdal, Grímsey, skrif- ar: — „.... Ekki þykir mér ólíklegt eftir áhuga og horfum nú, að tún stækki hér um helming eða alt að því, á næstu 5 árum. Nýlega hélt ég fund, og kom fram með þá til- lögu, að allir jarðaáhúendur og fl. hygðu sem- entsteyptar, vandaðar safnforir, og var hún sam- þykt. Auðvitað var gert ráð fyrir, að ait. efni, sement, járn o. fl. yrði keypt i félagi, fyrir fé er stjórn búnaðarfélagsins hér útvegaði i bráð. Þér sjáið á þessu, að töluverður áhugi er vakn- aður hér, og á styrkurinn ekki lítinn þátt i því“. Björn Þorkelsson, Hnefilsdal á Jök- uldal, skrifar: „.... Mér þykir stórlega vænt um eggjunar- orð yðar, um að drífa nú túnræktina af öllum kröftum og með fullri alvöru, næstu árin. Hvatn-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.