Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 16

Freyr - 01.07.1929, Blaðsíða 16
76 PRE YR járnið er beygt. Er þá fyrst strikað fyr- ir gataröndunum og þau síðan drepin á með sívalri stöppu jafn gildri og þau eiga að vera víð. Betra er að stappan sé ekki oddmjó heldur nokkuð slétt fyrir endann því þá spryngur kringlótta smáplatan undan endánum og götin verða betur löguð. Varla þarf að taka það fram, að þeg- ar búið er gata, á sléttari hliðin að snúa út á pípunni. Ekki þarf að gata ca. efsta fetið i pípunni. Nærri lætur að maður smíði pípuna á 2 stundum, þótt náttúrlega fari það nokkuð eftir þvi liversu efni eru hentug og áhöldin. Réttast er að gera þetta að vetrinum eins og svo mörg verk önnur, og þótt ekki sé að vita að komandi sumar verði úrkomusamt, þá er vissara að vera út- búinn með allar þær varnir sem kostur er á, og þessir hlutir kosta heldur ekki mikið, en geta endst lengi ef gætt er liirðusemi. Notkun. Pípurnar eru settar lóðbein- ar i heyið. Eg set þær i strax niður við gólf eða þegar komið er ca. álnarþykt lag af heyi, þannig að ég tek liolur í heyið þar sem þær eiga að standa, dreg þær svo upp rétt áður en heyið verður jafnhátt þeim. Sé þess ekki gætt að byrja með píp- urnar niðri við gólf, en hey látið verða undir þeim, koma rekjur niður undan, vegna þess að nokkuð af hitagufunni þéttist í pípunum og rennur sem vatn niður i hotn. Ef pípan, eða holan eftir hana, nær niður í gólf, salcar ekki. Gildari endinn á að vera upp, eins og vitaskuld er. Til þess að lialda þeim lóðbeinum, er gott að hafa band, snæri niður úr rjáfrinu þar sem þær standa niðurundan, snærinu er fest í gatið á enda fjalarrenningsins, sem er innan i pípunni. Lítið tefja pípurnar við heyhleðsluna og þurfa ekki að liallast að mun, streng- lausar, ef aðgætinn maður lileður hey- inu. Ef stabbinn er mjór, segjum 2 metr- ar, er nægilegt að ein pípuröð sé eftir miðjum alnum með svo sem meters millibili. En eftir því sem lieystæðan er stærri, þurfa fleiri og þéttari raðir af pípum, en varla nær liliðum en svo að meters bil sé frá þeim út að hlið- inni. Þegar pípurnar liafa gert sitt gagn í einum stað eru þær teknar hurt ef þær nást (fyrir hlöðuþakinu) og ef þarf, notaðar á öðrum stað. Að sjálfsögðu er líka liægt að nota pípur í heyjum, sem hlaðið er úti (tyrfðum heyjum; sjá síðar). Reynslan og nytsemin. Fyrst þegar eg notaði pípurnar í heyi, hirti eg tvisvar svo linþurkaða töðu að varnarlaust hefði hitnað mikið í lienni. Líklega orðið dökkbrún. En um veturinn var taðan bleik-ljósrauð og í bestu verkun. Stabbinn var um 4 metra á lengd og 3 metra á breidd og hæðin eftir fyrstu hirðingu um 4 metrar. Eg setti 2 sam- hliða pípuraðir með tæplega 1 meters millibili langs og þvers í miðbik hevs- ins. Eftir 1—2 daga fór að hitna í heyinu, en hitinn varð aldrei megn, og lievið seig miklu minna en eg bjóst við og þekti áður með svipaðri hirðingu. Hins- vegar liitnuðu pípurnar mikið, og vatns- gufan rauk upp úr þeim. En eftir 2—3 daga fóru þær að kólna og uppgufun- in að minka, og eg sá mér til mikillar gleði að öllu var óhætt. Þegar eg þá gróf svo langt niður i heyið í miðju sem eg komst með hand-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.