Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Page 15

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Page 15
HILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Ijósmóðir: Stjórnarfundur Nordisk jordmorforbund, samtaka ljósmæðra á Norðurlöndum, haldinn í Kaupmannahöfn 2. og 3. sept. 1992 Árlegur stjórnarfundur NJF var hald- inn í Kaupmannahöfn dagana 2. og 3. september 1992. Á dagskrá fundarins voru 21 mál. Fundurinn var haldinn í salarkynnum danska ljósmæðrafélagsins við Nörrevoldgade. Unnin voru venju- bundin fundarstörf og fluttar skýrslur stjórna ljósmæðrafélaga landanna. Þess- ar skýrslur liggja frammi á skrifstofu fé- iagsins eins og venjulega og eru fé- lagsmenn hvattir til að kynna sér þær. Hér mun til glöggvunar verða birt stutt ágrip af því helsta sem kom fram á fund- inum. Fundurinn var fjölmennur 2 full- trúar frá öllum löndunum nema Finnlandi og Færeyjum, sem sendu aðeins 1 í þetta sinn. Skýrsla formanns NJF I samvinnu við og með aðstoð Norska Ijósmæðrafélagsins stóðu samtök ljós- fnæðra á Norðurlöndum fyrir ráðstefnu um rannsóknir í Osló 26.-28. september 1991. 80 ljósmæður tóku þátt í ráð- stefnunni sem þótti takast sérstaklega vel. Engin ljósmóðir frá íslandi var þátttak- andi, en Marga Thome var einn af fyrir- lesurum. Komið hafa fram óskir um fleiri slíkar ráðstefnur og verður það skoðað. For- maður hefur komið á framfæri í Year- book of International Organizations, upplýsingum um samtökin. Tove Dohn fyrrum formaður NJF hefur tekið að sér að skrá sögu sam- takanna og er enn auglýst eftir myndum frá ráðstefnunum hér. Nánari upplýs- ingar um þetta veitir skrifstofan okkar. Skýrslur landanna Danmörk Danska ljósmæðrafélagið óskar eftir því að ljósmæður á hinum Norðurlönd- unum sæki ekki um lausar stöður á Grænlandi sem kunna að verða auglýstar á næstunni. Ástæða þessa er að Græn- lenska Landsstjórnin hefur ekki virt gerða kjarasamninga m.a. með því að borga ekki unna yfirvinnu. Danska Ljósmæðrafélagið og félag kvensjúkdómalækna í Danmörku stofn- uðu á síðasta ári 2 þverfaglega vinnu- hópa sem höfðu að markmiði að a) koma með tillögur um framkvæmd fæðingarhjálpar í héruðum með tilliti til uppbyggingar og stjórnunar. Þessi nefnd ________________________________ 13 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.