Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 15
þeim snúa. Þessir tímar hafa að mestu
gefist mjög vel þó mismunandi eftir
hópum hve vel karlarnir opna sig og
tjá . Af reynslu sinni hingað til, taldi
Jón Bjarni nauðsynlegt að gefa
verðandi feðrum tækifæri á að hittast
í svona sérstökum karlahópum þar
sem æskilegt er að leiðbeinandinn sé
karlkyns.
Að lokum kom Sólveig Þórðardóttir
ljósmóðir og sagði frá tildrögum af
bæklingi sem hún hefur samið
sérstaklega fyrir feður. Sólveig lýsti
ánægju sinni yfir því hve áhugi ljós-
mæðra á þörfum verðandi feðra væri
að aukast og að kannski hefði bæld-
ingurinn verið að hluta til ástæðan.
„oft veltur lítil þúfa þungu hlassi“
sagði Sólveig. Sólveig hafði tækifæri á
að hafa séstakan tíma fyrir feður
þegar hún vann á Fæðingarheimilinu,
sem henni fannst gefast mjög vel.
Hún upplifði ekkert vandamál að ná
til feðranna þó að hún væri kona og
að ýmiss mál hefðu verið rædd og þar
sá hún nauðsyn þess að ræða sérstak-
lega við feður.
Ljóst er að allar þær ljósmæður sem
voru viðstaddar þetta kvöld og eru
vanar að halda foreldrafræðslu, munu
í framtíðinni reyna að höfða betur til
feðra í fræðslu sinni.
VÆNTANLEGT FRÁ FRÆÐSLUNEFNDINNl
Fræðslunefndin hefur ákveðið að hafa fræðslu-
og endurmenntunardaga
20,21 og 22 mars 1996 og verður meðal efnis:
FORELDRAFRÆÐSLA,
KVENNAHEILBRIGÐI,
FJÖLSKYLDUÁÆTLUN
OG ÝMISLEGT FLEIRA
GAGNLEGT OG FRÓÐLEGT
Takið því frá þessa helgi Ijósmæður !
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
13