Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Side 22

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Side 22
umönnun felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, greiningu á frávikum hjá móður og barni, aðstoð við læknis- meðferð, og bráðahjálp í fjarveru læknis. Ljósmóðir gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf, ekki aðeins fyrir konur heldur einnig fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið í heild. Hlutverk ljósmóður ætti að fela í sér fjölskylduáætlun, undirbúning fyrir foreldrahlutverkið, fræðslu fyrir fæðinguna, umönnun barna og einnig að hluta til fræðslu vegna kvensjúkdóma. Ljósmóðir getur starfað á sjúkrahúsum, á stofu, á heilsugæslustöðvum, í heimahúsi eða annars staðar í heilbrigðisþjónust- unni. (WHO, FIGO, ICM- 1992) Saga ljósmæðramenntunar á ÍSLANDI Eins og áður sagði hefur skipuleg ljós- mæðrakennsla verið hér á landi síðan árið 1761. Fyrir þann tíma höfðu prestar annast fræðslu fyrir ljósmæður og tekið af þeim embættiseið. Löngu síðar, eða árið 1912 var svo stofnaður Yfirsetukvennaskólinn í Reykjavík. Fram að þeim tíma frá 1895 var lækni þeim sem kenndi yfirsetukvennafræði við Læknaskólann í Reykjavík skylt samkvæmt lögum að annast ljós- mæðrafræðslu. Sú hefð hafði skapast að landlæknar þeir sem voru forstöðumenn Læknaskólans höfðu alla jafna haft þessa kennslu með höndum. Þegar Háskóli Islands var stofnaður 1911 og landlæknisembættið var ekki lengur í beinum tengslum við lækna- kennsluna varð ljósmæðrakennslan útundan og upp kom sú staða að enginn átti, samkvæmt lögum að kenna nemendum í ljósmóðurfræði. Þá komu fram tillögur frá Guðmundi Björnssyni landlækni til Alþingis að stofnaður skyldi sérstakur 6 mánaða skóli fyrir ljósmæður. Landlæknir skyldi vera aðalkennari hans og skipaðar ljósmæður í Reykjavík áttu að sjá um verklega kennslu. I umræðum á þingi kom fram að þingmönnum fannst kaup- kröfur landlæknis heldur miklar og bað því þingnefndin sem fjallaði um málið, deildarforseta læknadeildar að athuga hvort til greina kæmi að kennsla ljósmæðra færi fram á vegum læknadeildar. Deildarforseti svaraði og lýsti gífurlegu vinnuálagi á kenn- urum deildarinnar og sagðist hann sjálfur gegna sem samsvarar 5 störfum prófessora erlendis. Hann taldi þó að hægt væri að kenna nemendum í Ijós- móðurfræði, hinu opinbera að kost- naðarlausu, ef bætt yrði einu embætti við deildin. Viðbrögð urðu eins og segir í sögu Ljósmæðrafélags íslands: „ Greip þá um sig nokkurt fár meðal þingmanna við þessi tíðindi, og þótt- 20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.