Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Síða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Síða 29
Námið miðar að því að útskrifaðar ljósmæður geti starfað út um land og að kunnátta þeirra henti íslenskum aðstæðum. Ljósmæður eiga að geta starfað á heilsugæslustöðvum, á fæðingarheimilum, í teymisvinnu innan og utan stofnana, í heimahúsi og á sjúkrahúsum. 1 hinu nýja námi í Ijósmóðurfrœði verður markmiðið að Ijósmœður: - geti fjallað um og lýst hugmynda- fræðilegum grunni ljósmóður- fræðinnar, að þær stundi ljós- móðurstarfið í Ijósi hagnýtrar og fræðilegar þekkingar og taki þátt í faglegri þróun - búi yfir sértækri þekkingu og klínískri færni til að geta starfað sjálfstætt, séð um eftirlit og um- önnun kvenna, barna og fjölskyl- du þeirra í eðlilegri meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Þær séu færar um að greina hvort barn- eignarferlið gangi eðlilega fyrir sig og hafi samráð við lælcni greini þær frávik frá því eðlilega ■ hafi sértæka þekkingu og klíníska færni til að annast konur, börn þeirra og fjölskyldu í áhættu- meðgöngu, fæðingu og sængur- legu á eigin ábyrgð, í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir ' hafi sértæka þekkingu á og gegni hlutverki í ráðgjöf og fræðslu um heilbrigði kvenna og fjölskyldu þeirra, frá vöggu til grafar Hvaða þættir hafa áhrif á HLUTVERK LJÓSMÆÐRA ? Þegar verið er að skipuleggja og þróa nýja námsskrá í ljósmóðurfræði, sem byggir á gömlum merg, er vert að huga að því hvaða þörf sé fýrir ljós- mæður og jafnframt íhuga hvaða þættir hafi áhrif á hlutverk ljós- mæðra. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar á hlutverki ljósmóður, hér á undan, ætti að vera full þörf fyrir ljósmæður. Ráðleggingar um þjónustu kringum barneignir, sem komu frá Alþjóða- heilbrigðimálastofnuninni árið 1985, ættu einnig að hafa áhrif. Þar segir að í öllum löndum ætti það að vera hlutverk ljósmæðra að annast fæð- ingarhjálp, umönnun og eftirlit kvenna í eðlilegu barneignarferli þ.e. meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það er ljóst að mörg atriði skipta máli þegar hlutverk ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta mótast. Fyrir utan alþjóðasamþykktir má einnig þessu sambandi nefnda hinn íslenska lög- gjafa. Heilbrigðislög, ljósmæðralög, lög annarra heilbrigðisstétta og reglugerðir hafa áhrif. Hlutverk laga um heilbrigðisstéttir hlýtur að vera að afmarka störfin í þjóðfélaginu. Þau eru annars vegar til að vernda þegna þjóðfélagsins og hins vegar til að LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.