Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 30
Lausar stööur Ljósmóðurstörf á Greenlancli Heilbrigðisráðuneyti grænlensku heimastjórnarinnar auglýsir eftir ljósniæðrum. Á Grænlandi eru 18 læknis- héruð sem hvert um sig hefur á að skipa sjúkrahúsi með fæðingadeild. Yfirleitt eru ljósmæður á flestum af stærri svæðunum en margar stöður eru lausar á vesturströnd Grænlands. Sem Ijósmóðir á Grænlandi þarft þú að geta unnið sjálfstætt og hafa löngun til að upplifa eitthvað með spennandi faglegum möguleikum. Laun eru í kring- um 20.000 dkr. á mánuði og skattálagning er 40-44%. Nánari upplýsingar veitir Tenna Birch í síma +299 2300 lokal 4902, eða hjá Direktoratet for Sundhed og For- skning, Postbox 1160, 3900, Nuuk, Grönland. Sjúkrahúsið Húsavík Heilsugæslustöðin Húsavík Ljósmóðir óskast. Heilbrigðisstofnunin Húsavík óskar eftir að ráða ljós- móður til starfa frá 1. september 1998. Stofnunin sam- anstendur af deildarskiptu sjúkrahúsi með sjúkradeild, öldrunardeild, fæðingardeild, skurðstofu og heilsugæslu- stöð. Starf ljósmóður við stofnunina felur í sér fæðingar- hjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura, mæðraeftirlit og foreldrafræðslu. Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Þýri Þorvarðar- dóttir hjúkrunarforstjóri í síma 464 0500 eða 464 0542. Heilsugæslustöðin Borgarnesi Ljósmóðir óskast í afleysingar frá 1. ágúst - 15. sept- ember n.k. Upplýsingar gefur Gerða Sigursteinsdóttir ljósmóðir í síma 437 1400 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Ljósmæður! Oskum eftir Ijósmæðrum til starfa á Fæðingar- og kvensjúkdómadeild FSA. Deildin er 10 rúma kvensjúkdómadeild og 13 rúma fæðingardeild. Fæðingar á ári eru u.þ.b. 400. Deildin býður upp á samfellu í þjónustu og náin tengsl við skjólstæðinga okkar. Til þess að þjónustan verði eins og best verður á kos- ið, þyrftum við fleiri ljósmæður til starfa. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar Ingibjörg Jónsdóttir, yfírljósmóðir sími 463 0135 Reyklaus vinnustaður EIUBRIQÐISSTOFNUNIN IsAFJARÐARBÆ Oskar að ráða LJÓSMÓÐUR (hjúkrunarfræðing með ljósmæðramenntun) í 100% stöðu við Fjórðungssjúkrahúsið og Heilsu- gæslustöðina á Isafirði. Um er að ræða dagvinnu í samstarfi við 2 aðrar ljós- mæður sem skipta á milli sín dagvöktum, auk gæslu- vakta utan dagvinnu og útkalla vegna fæðinga. Fæðing- ardeildin er sér eining með vel útbúinni fæðingarstofu, vöggustofu, vaktherbergi og 4 rúma legustofu. Fæðingar hafa verið frá 79 - 105 undanfarin ár. Helsti starfsvettvangur: • Fæðingarhjálp, fræðsla og umönnun sængurkvenna og nýbura á sjúkrahúsinu. • Almenn mæðravernd og fræðsla við verðandi for- eldra á heilsugæslustöð. Nánari upplýsingar gefur hjúkr- unarforstjóri sjúkrahússins í síma 450 4500. Umsóknarfrestur er opinn. fFæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í hjarta Reykjanesbæjar Ljósmæður óskast til starfa á fæðingardeild. Ljósmæður óskast til afleysinga í sumar, svo og til að taka einstaka vaktir. • Allar ljósmæður eru vaktljósmæður • Fæðingardeildin er 8 rúma blönduð fæðingar- og kvensjúkdómadeild • Fæðingarfjöldi s.l. 5 ár hefur verið frá 228 - 302 • Leyfð stöðugildi ljósmæðra er 6.1. NÝTT: Baðkerið er komið og vatnsfæðingar byrjaðar. Kæru ljósmæður, allir staðir hafa eitthvað við sig sem heillar og það hafa Suðurnesin svo sannarlega. Gjörið svo vel að afla frekari upplýsinga um aðstæður, laun og kjör hjá Aðalheiði Valgeirsdóttur hjúkrunarforstjóra í síma 422 0500 eða komið í heimsókn. 30 LJÓSMÆÐRADLAPIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.