Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 7
Ti’inningarorö l’órdís ÓlafsdóUir, Ijósmóöir fáedd 19.06. 1908 dáin 27.07. 1998 Þórdís fæddist að Vindási Kjósarhreppi. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla fslands 1936. Hún vann við ljósmæðrastörf í Norðurárdalsumdæmi 1936 - 1937 og 1938 - 1942. Hún vann 1937 - 1938 á Fæðingadeild Landsspítalans og síðan sem embættisljósmóðir í ReykjavíL 1944 - 1978, á Heilsuvernarstöðinni við mæðravernd og heimahjúkrun og um tíma við hjúkrun á Elliheimilinu Grund. Þórdís vann ýmis störf í þágu Ljósmæðrafélagsins m.a. sem gjaldkeri 1944 - 1969. Hún var gerð heiðursfélagi Ljósmæðrafélagsins 1979. Blessuð sé minning Þórdísar. Pjóöráð sér um augl^singasöfnun Ritnefnd Ljósmæðrablaðsins hefur fengið sam- skiptafyrirtækið Þjóðráð til að sjá um auglýs- ingasöfnun. Fyrirtækið safnaði auglýsingum í síðasta blað (1/98) og er með tveggja ára samning við okkur. byggir á niðurstöðu hreyfiþroskaprófsins og þeim upplýsingum sem aflað er um barnið. Einnig er gerð heyrnarmæling (audiometri), sjónpróf endurtekið og bamið sprautað með DT. Kaflinn „Leiðbeiningar varðandi líkamlega skoðun“ hefur verið endurbættur °g bætt við stuttum kafla um algeng vandamál. Þá er stuttur kafli um erlend ættleiðingarbörn en þeim hef- ur fjölgað mjög hér á landi á undanförnum árum. Skotið hefur verið inn lista um fræðsluefni, svo sem um sjón, þroska, afbrýði, brjóstagjöf, slys og slysa- vurnir, kynlíf og getnaðarvarnir og reykingar. Kafl- >nn um næringu ungbama hefur verið endurbættur frá fyrri útgáfu og færður í nútímalegra horf. Þá er nýr kafli um bráðaofnæmi (anaphylaxis) tengt ðnæmisaðgerðum, sem er alvarlegur en sem betur fer sjaldgæfur fylgikvilli ónæmisaðgerða. Það er von landlæknis að þessar leiðbeingar séu stuðningur við að gera ungbarnavemdina hér á landi enn betri en hún hefur verið. UppVJsingar til greinahöfnnda Þær greinar sem birtast í Ljósmæðrablaðinu eru á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf ritnefndar og ritstjóra. Höfundum er uppálagt að vanda málfar og stafsetningu og mega eiga von á að ritnefnd geri kröfu um lagfæringar eftir yfirlestur. Ennfremur áskilur blaðið sér rétt til að hafna greinum sem eru illa unnar eða ljósmóðurfræðunum óviðkomandi. Greinar sem birtast eiga í Ljósmæðrablaðinu þurfa að berast til skrifstofu LMFÍ, eða beint til ritstjóra, eigi síðar en 10 dögum fyrir áætlaðan útgáfudag. Ekki er nauðsynlegt að skila greinum uppsettum á tölvutæku formi, þótt vitaskuld sé það gott, en handskrifaðar greinar þurfa að vera vel læsilegar. Ennfremur er nauðsynlegt vegna yfirlestrar að fram komi nafn, heimilisfang og símanúmer greinahöfunda. Áætlað er að Ljósmæðrablaðið komi út þrisvar sinnum á ári, í mars, júní og október. Vakni spurningar vegna greinaskrifa veitir ritstjóri nánari upplýsingar. Greinar þurfa að berast í næsta blað fyrir 10. nóvember n.k. Ritstjóri. LJÓSMÆÐRABLAPií) Febrúar 1998 Landlæknisembættið 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.