Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 2

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 2
EfnisÝfiriit T'>á HTsTjóra Þessu blaði var í upphafi ætlað að fjalla um ráðstefnu LMFÍ í mars s.l. en vegna sumarleyfa og annars tafðist vinnsla þess efnis. A hinn bóginn var töluvert til af efni um brjóstagjöf og verður þetta blað því að miklu leiti helgað brjóstagjöf. Aðalfundur LMFÍ var haldinn hinn 9. maí s.l.. Var hann með hefðbundnu sniði en undir liðnum önnur mál, voru mál sem þurft hefðu ýtarlegri og lengri umfjöllun. Þar á meðal var spurningin hvort LMFI ætti að vera áfram í BSRB, standa utan félaga eða ganga í BHM, kynning á skýrslu Ljósmæðraráðs og formanns LMFI til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um Ljósmæðraþjónustu á íslandi og lausleg kynning á frumvarpi um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta þar sem fram kom m.a. að nái það frumvarp í gegn muni lög hverrar stéttar fyrir sig falla úr gildi, þ.m.t. ljósmæðralög. Þetta eru ógnþrungnar fréttir fyrir ljósmæður þar sem ljósmæðralögin hafa hingað til tryggt sjálfstæði og sérstöðu stéttarinnar. Nái frumvarpið fram að ganga munu læknar og jafnvel hjúkrunarfræðingar geta gengið inn í störf ljósmæðra, svo sem nú þegar er með mæðravernd víða um land. Hvernig ætlum við að bregðast við þessu? Getum við staðið sama um að vernda starfssvið okkar? Eða látum við innbirðis ágreining sundra okkur og verða þannig berskjaldaðar fyrir aðilum sem fúsir vilja taka yfir þau störf sem við höfum hingað til talið ljósmæðrastörf? Er ekki kominn tími til að við stöndum sterkar saman og verjum starfssvið okkar með oddi og egg? Ef við sjálfar berum ekki virðingu hver fyrir annarri og þeim störfum sem við vinnum, getum við ekki ætlast til að aðrir geri það. Stöndum sterkar saman. Kveðja, Frá ritstjóra ..................2 Fréttir LMFÍ ...................3 Til Ljósmæðra á Islandi ........4 Breytingar í áhersluþáttum í ungbarnavernd.................6 Minningarorð ...................7 Upplýsingar til greinahöfunda . 7 Sumarbústaður...................8 Brjóstagjöf.....................9 Sárar geirvörtur ..............12 Brjóstagjöf frh................15 Artöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna...............21 Alþjóðlegur staðall um markaðs- setn. brjóstamjólkurstaðgengla 24 Tíu þrep til vel heppnaðrar brjóstagjafar..................25 Vinna við Barnvænt sjúkrahús......................27 Samstarfshópur um Brjóstagjöf 30 Lausar stöður..................31 Leiðbeiningar við notkun mjaltavélar....................32 Barnamál, áhugafélag um vöxt og þroska barna ..........34 La Leche League ...............35 Ljósirueðrablaðið 76. árgangur 2. tölublað 1998 Útgefandi: Ritnefnd: Upplag: 500 eintök sem dreift Ljósmæðrafélag íslands Anna Eðvaldsdóttir er til allra ljósmæðra. Grettisgötu 89 Sími: 565 2252 Verð í lausasölu: 500 kr. 105 Reykjavík Katrín E. Magnúsdóttir Verð í áskrift: 1.200kr á ári. Sími: 561 7399 Sfmi: 561 1636 Uppsetning og prentun: Ritstjóri: Sigríður Pálsdóttir Hagprent - Ingólfsprent ehf. Dagný Zoega Sími: 482 2556 Grensásvegi 8 Melgerði 3 Unnur Egilsdóttir 108 Reykjavfk 108 Reykjavík Sími: 552 8576 Sími: 588 1650 Sími: 568 0718 Auglýsingaöflun: Þjóðráð 2 LJÓSMÆÐRABLAPIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.